HK lagði Skagamenn og KA vann Þrótt

Frá leik Þróttar R. og KA sem stendur yfir á …
Frá leik Þróttar R. og KA sem stendur yfir á gervigrasvellinum í Laugardal. mbl.is/Árni Sæberg

HK lagði Skagamenn að velli, 2:1, í fyrstu umferð 1. deildar karla á Akranesvelli í dag. KA sigraði Þrótt, 2:1, á gervigrasinu í Laugardal, ÍR vann Gróttu á Seltjarnarnesi, 2:1, og Leiknir R. vann Njarðvík, 2:0, í Efra-Breiðholti. Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.

Leik Þórs og Fjölnis var seinkað til kl. 16.00 og leik Víkings R. og Fjarðabyggðar var frestað til mánudagskvölds kl. 19.00. Báðar frestanirnar eru tilkomnar vegna þess að innanlandsflugi í dag var aflýst vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

15.57. LEIKSLOK á Seltjarnarnesi. ÍR sigrar Gróttu, 2:1, eftir hátt í 10 mínútna uppbótartíma.

15.51. LEIKSLOK á Leiknisvelli. Leiknir R. sigrar Njarðvík, 2:0, og hefði getað bætt vel við af mörkum seinni hluta leiksins.

15.50. LEIKSLOK á gervigrasinu Laugardal. KA sigrar Þrótt R., 2:1.

15.48. LEIKSLOK á Akranesi. HK sigrar ÍA, 2:1.

15.48. RAUTT SPJALD á Seltjarnarnesi. Þorsteinn V. Einarsson, markvörður ÍR, rekinn af velli fyrir brot utan vítateigs.

15.43 RAUTT SPJALD á Seltjarnarnesi. Hrafn Jónsson úr Gróttu er rekinn af velli gegn ÍR. Staðan enn 1:2, ÍR í hag.

15.39. MARK, Þróttur - KA 1:2. KA-menn eru komnir yfir á ný á gervigrasinu í Laugardal. Dean Martin tekur hornspyrnu, Haukur Hinriksson kastar sér fram og skorar með skalla. Tíunda hornspyrna norðanmanna og sú fyrsta sem þeir taka ekki stutt!

15.34 MARK, ÍA - HK 1:2. HK nær forystunni á Akranesvelli, á 80 mínútu. Brynjar Víðisson tekur aukaspyrnu og sendir inní vítateiginn á Ásgrím Albertsson. Hann reynir skot, í varnarmann, en á markteig er Jónas Grani Garðarsson mættur og skorar.

15.30. MARK, Þróttur - KA 1:1. Þróttarar jafna í Laugardalnum með glæsimarki frá Herði S. Bjarnasyni. Þrumufleygur vinstra megin úr vítateignum, efst í markhornið hægra megin.

15.25. Um 20 mínútur eftir í leikjunum fjórum og staðan er þannig:
ÍA - HK 1:1
Grótta - ÍR 1:2
Leiknir R. - Njarðvík 2:0
Þróttur R. KA 0:1

15.20. MARK, Leiknir R. - Njarðvík 2:0. Ólafur H. Kristjánsson kemur Leikni tveimur mörkum yfir á 64. mínútu, með sinni fyrstu snertingu, nýkominn inná sem varamaður.

15.16. MARK, Leiknir R. - Njarðvík 1:0. Leiknismenn brjóta ísinn í Breiðholtinu þegar Kjartan Andri Baldvinsson kemur þeim yfir á 61. mínútu.

15.14. MARK, Þróttur - KA 0:1. KA nær forystunni á 61. mínútu. Daniel Stubbs sendir fyrir mark Þróttar þar sem Helgi Pétur Magnússon skallar boltann í eigið net, þversláin inn. Annað sjálfsmark dagsins.

15.11. MARK, ÍA - HK 1:1. HK jafnar metin á Skaganum. Hörður Magnússon kemst að endamörkum  vinstra megin og sendir útí teiginn þar sem Atli Valsson skorar með viðstöðulausu skoti.

15.08. Á Akranesi kemur Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA til bjargar í tvígang á sömu mínútunni. Fyrst ver hann frá Herði Magnússyni sem var einn gegn honum í sannkölluðu dauðafæri HK, og síðan ver hann skalla frá Damir Muminovic af stuttu færi eftir hornspyrnu.

15.00. Síðari hálfleikur er hafinn í leikjunum fjórum.

14.52. Þróttur R. - KA 0:0. KA hefur að mestu ráðið ferðinni í Laugardalnum og m.a. fengið 9 hornspyrnur en Þróttarar enga. En það er markalausts í hálfleik.

14.51. ÍA - HK 1:0 í hálfleik. HK var sterkari aðilinn framan af en ÍA sótti sig eftir því sem leið á hálfleikinn og fékk betri færi.

14.50. Hálfleikur í öllum leikjunum. ÍA er yfir 1:0 gegn HK, ÍR er yfir 2:1 gegn Gróttu á Seltjarnarnesi. Á gervigrasinu í Laugardal er 0:0 hjá Þrótti R. og KA og í Efra-Breiðholti er 0:0 hjá Leikni R. og Njarðvík.

14.47 MARK, Grótta - ÍR 1:2. ÍR-ingar komast yfir á ný á Seltjarnarnesi. Árni Freyr Guðnason skorar með nánast síðustu spyrnu fyrri hálfleiks.

14.41.MARK, ÍA - HK 1:0. Skagamenn tóku hornspyrnu. Eftir nokkurt klafs um boltann innan vítateigs HK spyrnti Einar Logi Einarsson boltanum í mark HK liðsins með föstu skoti. Þetta er fyrsti leikur Einars Loga með ÍA á Íslandsmóti. Frábær byrjun hjá pilti.

14.18. Hurð skall nærri hælum við mark HK á Akranesi. Hjörtur Júlíus Hjartarson skallaði boltann í þverslá eftir hornspyrnu Skagamanna.

14.16. MARK Grótta - ÍR 1:1. Sjálfsmark varnarmanns ÍR. Þetta er fyrsta mark Gróttuliðsins í 1. deild karla í sögunni.

14.11. Muamer Sadikovic, sóknarmaður Þróttar, á skot í þverslána á marki KA í Laugardalnum.

14.10. MARK, Grótta - ÍR 0:1 Kristján Ari Halldórsson kemur gestunum yfir með fyrsta mark Íslandsmótsins sumarið 2010.

Breytingar á liðunum í deildinni.

ÍA og HK féllu saman úr úrvalsdeildinni haustið 2008. Í fyrra endaði ÍA í 9. sæti 1. deildar en HK í 3. sætinu.


Leikmenn ÍA.
Leikmenn HK.

Þróttur féll úr úrvalsdeildinni í fyrra en KA hefur leikið í 1. deild síðan liðið féll úr úrvalsdeildinni 2004 og endaði í 5. sæti í fyrra.
Leikmenn Þróttar R.
Leikmenn KA.

Grótta vann 2. deildina í fyrra og leikur í fyrsta skipti í 1. deild. Það er því mikið um dýrðir á Seltjarnarnesi í dag. Mótherjarnir, ÍR-ingar, enduðu í 8. sæti 1. deildar í fyrra, þá sem nýliðar.
Leikmenn Gróttu.
Leikmenn ÍR.

Leiknir R. hefur leikið í 1. deildinni frá 2006 og endaði í 7. sæti í fyrra. Njarðvík er komið aftur uppí 1. deild eftir eins árs dvöl í 2. deild.
Leikmenn Leiknis R.
Leikmenn Njarðvíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert