Barcelona varði meistaratitilinn

Lionel Messi fagnar öðru marka sinna í sigrinum í dag.
Lionel Messi fagnar öðru marka sinna í sigrinum í dag. Reuters

Barcelona tryggði sér í kvöld spænska meistaratitilinn í knattspyrnu 2010 með 4:0 sigri á Valladolid í lokaumferðinni. Liðið hlaut samtals 99 stig sem er met á Spáni.

Þetta er annað árið í röð sem Barcelona landar titlinum.

Lionel Messi skoraði tvö marka Börsunga og varð markakóngur með 34 mörk. Pedro skoraði eitt en fyrsta markið var sjálfsmark.

Real Madrid gerði á sama tíma 1:1 jafntefli við Málaga og hlaut 96 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert