Ólafur valdi ungan hóp gegn Andorra

Gylfi Þór fagnar marki með Reading.
Gylfi Þór fagnar marki með Reading. Reuters

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu kynnti nú í hádeginu 20 manna leikmannahóp sinn fyrir vináttuleikinn við Andorra á Laugardalsvelli kosningadaginn 29. maí næstkomandi. Við sama tilefni var undirritaður samstarfssamningur KSÍ og Borgunar til næstu fjögurra ára.

Tveir nýliðar er í hópnum en það eru Gylfi Þór Sigurðsson sem farið hefur á kostum með liði Reading í vetur og Birkir Bjarnason frá Viking Stavanger en hann hefur verið valinn áður þó ekki hafi hann enn spilað A-landsleik. Tíu leikmenn úr hópnum eru gjaldgengir í U21-landsliðið.

Athygli vekur að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópnum.

Hópurinn:

Markverðir:
Árni Gautur Arason, Odd Grenland
Gunnleifur Gunnleifsson, FH

Varnarmenn:
Indriði Sigurðsson, Viking Stavanger
Kristján Örn Sigurðsson, Hönefoss
Sölvi Geir Ottesen, SönderjyskE
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðabliki
Jón Guðni Fjóluson, Fram
Skúli Jón Friðgeirsson, KR

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Ólafur Ingi Skúlason, SönderjyskE
Rúrik Gíslason, OB
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjörnunni
Birkir Bjarnason, Viking Stavanger
Gylfi Þór Sigurðsson, Reading

Sóknarmenn:
Heiðar Helguson, Watford
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk
Arnór Smárason, Heerenveen
Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert