Bikarmeistarararnir og Íslandsmeistararnir mætast í bikarnum

Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari.
Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari. mbl.is/Golli

Dregið var í 32-liða úrslitum Visabikarkeppni karla í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í hádeginu. Stærstu tíðindin eru þau að bikarmeistarar Breiðabliks og Íslandsmeistarar FH mætast.

Tvö lið úr 3. deild eru eftir í pottinum. Annars vegar Sindri frá Hornafirði sem sækir Víking heim í Fossvoginn og hins vegar KB sem fær Víking Ólafsvík í heimsókn í Breiðholtið.

Fyrir utan leik Blika og FH-inga þá mætast úrvalsdeildarliðin ÍBV og KR í Eyjum. 

Leikirnir fara fram 2. og 3. júní.

Leikirnir í 32-liða úrslitum:

Fjarðabyggð - Njarðvík

BÍ/Bolungarvík - Völsungur

Þróttur R - Grótta

ÍA - Selfoss

Víðir - Fylkir

Fram - ÍR

Haukar - Fjölnir

Víkingur R - Sindri

Keflavík - KS/Leiftur

KA - HK

Grindavík - Þór

KB - Víkingur Ó

Breiðablik - FH

Leiknir - Stjarnan

Valur - Afturelding 

ÍBV - KR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert