Ítalska liðið Inter hrósaði í kvöld sigri í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í þriðja sinn þegar liðið bar sigurorð af Bayern München, 2:0, í úrslitaleik sem fram fór á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madríd. Argentínumaðurinn Gabriel Milito var hetja Mílanóliðsins en hann skoraði bæði mörk sinna, sitt í hvorum hálfleik.
Þetta er þriðji sigur Inter í Evrópukeppni meistaraliða og þjálfari liðsins, José Mourinho, bætti enn einn skrautfjöðrinni í hatt sinn. Portúgalinn magnaði gerði Porto að Evrópumeisturum árið 2004 og Inter vann í ár þrefalt undir hans stjórn.
Eins og í mörgum öðrum leikjum Inter í keppninni var það vel skipulagður varnarleikur og markviss sóknarleikur sem lagði grunninn að sigri liðsins í kvöld en Inter sló út fyrrum Evrópumeistara Barcelona í undanúrslitum. Inter-liðið var ekki sannfærandi í riðlakeppninni en þegar að útsláttarkeppninni hrökk liðið svo sannarlega í gang.
Lið Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Badstuber, Robben, Van Bommel, Schweinsteiger, Altintop, Muller, Olic.
Varamenn: Rensing, Gorlitz, Klose, Pranjic, Contento, Gomez, Tymoschuk.
Lið Inter: Julio Cesar, Maicon, Lucio, Samuel, Chivu, Zanetti, Cambiasso, Eto'o, Sneijder, Pandev, Milito.
Varamenn: Toldo, Cordoba, Stankovic, Muntari, Mariga, Materazzi, Balotelli.
Dómari: Howard Webb (Englandi)