ÍR-ingar eru komnir í efsta sæti 1. deildar karla á ný eftir sigur á Leikni R., 2:1, í toppslag í Mjóddinni í kvöld. ÍA lagði Njarðvík, 1:0, og KA varð fyrst liða til að sigra Fjölni á tímabilinu, 3:2, á Akureyrarvelli.
ÍR er með 16 stig á toppnum, Leiknir R. 15, Víkingur R. 13, Fjölnir 12, Þór 11, KA 9, ÍA 8, HK 8, Fjarðabyggð 6, Þróttur R. 6, Grótta 4 og Njarðvík 4.
Tveir síðustu leikir 7. umferðar eru á morgun en þá mætast HK og Fjarðabyggð á Kópavogsvelli og Grótta og Þór á Seltjarnarnesi.
Úrslit í leikjunum:
19.00 KA - Fjölnir 3:2 LEIK LOKIÐ
20.00 ÍR - Leiknir R. 2:1 LEIK LOKIÐ
20.00 ÍA - Njarðvík 1:0 LEIK LOKIÐ
Fylgst var með gangi mála í leikjum kvöldsins hér á mbl.is:
Kristján Ari Halldórsson skoraði seinna mark ÍR, ekki Sindri Snær Magnússon eins og sagt var í lýsingunni.
21.52 ÍR - Leiknir R. 2:1, lokatölur. ÍR-ingar vinna Breiðholtsslaginn í Mjóddinni. Árni Freyr Guðnason og Kristján Ari Halldórsson skoruðu fyrir ÍR en Brynjar Benediktsson minnkaði muninn fyrir Leikni. ÍR-ingar skjótast þar með á toppinn á ný og eru með 16 stig, Leiknir R. er með 15 og Víkingur R. 13.
21.51 ÍA - Njarðvík 1:0, lokatölur. Skagamenn innbyrða sigur á Njarðvík með marki Arnars Más Guðjónssonar. Komnir í 8 stig en Njarðvík situr eftir á botninum með 4 stig.
21.50 ÍR - Leiknir R. 2:1. Brynjar Benediktsson minnkar muninn fyrir Leikni í uppbótartíma.
21.39 ÍR-ingar eru áfram 2:0 yfir í toppslagnum gegn Leikni R. þegar 10 mínútur eru til leiksloka. Þeir virðast vera að sigla í toppsætið á nýjan leik.
21.11 ÍA - Njarðvík 1:0. Skagamenn hafa náð að brjóta ísinn gegn Njarðvík. Fallegt mark á 55. mínútu, Stefán Örn Arnarson skallar boltann fyrir fætur Arnars Más Guðjónssonar sem skorar með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs.
21.00 Leikskýrslan úr leik ÍR og Leiknis R. er á netinu. Skoða má liðin með því að smella hér.
20.54 KA - Fjölnir 3:2, lokatölur. KA sigrar Fjölni og er komið með 9 stig. Fyrsti ósigur Fjölnismanna, sem eru áfram með 12 stig í 4. sætinu. Andri Fannar Stefánsson, David Disztl og Guðmundur Óli Steingrímsson skoruðu fyrir KA en Kristinn Freyr Sigurðsson og Gunnar Valur Gunnarsson fyrir KA.
20.50 Hálfleikur í tveimur leikjum. ÍR er 2:0 yfir gegn Leikni R. þar sem Árni Freyr Guðnason og Sindri Snær Magnússon skoruðu. Á Akranesi er 0:0 hjá ÍA og Njarðvík þar sem Skagamenn hafa sótt mestallan tímann.
20.38 KA - Fjölnir 3:2. Í þriðja sinn eru KA-menn komnir yfir, nú með marki á 77. mínútu. Húsvíkingurinn Guðmundur Óli Steingrímsson fær boltann skammt utan vítateigs, leikur á varnarmann og inní teiginn og skorar þar með góðu skoti.
20.30 ÍR - Leiknir R. 2:0. ÍR-ingar eru komnir í góða stöðu eftir 25 mínútur í grannaslagnum. Sindri Snær Magnússon sleppur innfyrir vörn Leiknismanna og afgreiðir boltann af öryggi í netið.
20.23 KA - Fjölnir 2:2. Fjölnismenn jafna á ný á Akureyrarvelli á 63. mínútu. Gunnar Valur Gunnarsson, fyrirliði þeirra, var þar að verki.
20.08 ÍR - Leiknir R. 1:0. Óskabyrjun ÍR í grannaslagnum, mark á 5. mínútu. Árni Freyr Guðnason sleppur innfyrir vörn Leiknis vinstra megin og á skot að marki. Eyjólfur Tómasson ver en Árni nær boltanum aftur og sendir hann í hornið fjær.
20.00 Flautað til leiks í slag ÍR og Leiknis R. í Mjóddinni og á Akranesi þar sem Njarðvíkingar eru í heimsókn. Þá fer síðari hálfleikur á Akureyrarvelli að hefjast en þar er KA yfir gegn Fjölni, 2:1.
19.53 Hálfleikur á Akureyri þar sem KA er yfir gegn Fjölni, 2:1. Jafn baráttuleikur og færi á báða bóga. Spilað í frábæru veðri og KA-menn eru nú í fyrsta skipti á sínum heimavelli, Akureyrarvelli, á þessu tímabili.
19.37 KA - Fjölnir 2:1. KA nær forystunni á ný. Brotið á David Disztl á 34. mínútu og dæmd vítaspyrna. Annað vítið sem KA fær í 60 leikjum að sögn norðanmanna! Ungverjinn tekur spyrnuna sjálfur og skorar.
19.19 KA - Fjölnir 1:1. Fjölnismenn voru ekki lengi að jafna. Á 15. mínútu fær Kristinn Freyr Sigurðsson stungusendingu innfyrir vörn KA og lyftir boltanum yfir Sándor Matus í markinu.
19.13 KA - Fjölnir 1:0. KA-menn hafa tekið forystuna á 8. mínútu eftir laglega sókn. Andri Fannar Stefánsson fékk boltann á vítateigslínu og skoraði með góðu skoti.
19.00 Viðureign KA og Fjölnis hefst á Akureyrarvelli.
18.54 Leikur KA og Fjölnis fer fram á Akureyrarvelli. KA-menn hafa sett leikskýrsluna á netið og liðin má því skoða hér.
Staðan fyrir leiki kvöldsins:
15 Leiknir R.
13 Víkingur R.
13 ÍR
12 Fjölnir
11 Þór
8 HK
6 KA
6 Fjarðabyggð
6 Þróttur R.
5 ÍA
4 Grótta
4 Njarðvík