Þór sigraði Gróttu, 2:0, á Seltjarnarnesi í 1. deild karla í dag og á Kópavogsvelli vann Fjarðabyggð sigur á HK, einnig 2:0. Þetta voru síðustu leikir 7. umferðar.
Ármann Pétur Ævarsson og Ottó Hólm Reynisson skoruðu fyrir Þór í fyrri hálfleik gegn Gróttu, 2:0. Aron Már Smárason, úr vítaspyrnu, og Hilmar Þór Bjartþórsson skoruðu fyrir Fjarðabyggð á fyrsta hálftímanum í Kópavogi.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:
Staðan í leikjunum:
14.00 HK - Fjarðabyggð 0:2 Leik lokið
14.00 Grótta - Þór 0:2 Leik lokið
15.54 Flautað af á Kópavogsvelli. Fjarðabyggð hélt sínum hlut vel gegn HK í seinni hálfleik, spilaði vel skipulagðan varnarleik og gaf fá færi á sér. Þrjú góð stig sem liðið tekur með sér austur.
15.50 Flautað af á Seltjarnarnesi. Þór vinnur öruggan sigur á Gróttu, 2:0.
15.30 Allt óbreytt í leikjunum tveimur. Fjarðabyggð og Þór virðast hafa leikina í hendi sér og allt stefnir í örugga útisigra.
14.50 Hálfleikur á Kópavogsvelli þar sem Fjarðabyggð er með 2:0 forystu. Austfirðingar hafa nýtt færi sín nánast til fullnustu en HK hefur sótt heldur meira í leiknum.
14.48 Hálfleikur á Seltjarnarnesi þar sem Þórsarar eru með verðskuldaða 2:0 forystu gegn Gróttu.
14.44 Grótta - Þór 0:2. Þórsarar bæta við marki á Nesinu. Aukaspyrna frá Giuseppe Funicello, Ottó Hólm Reynisson kemst innfyrir vörn Gróttu og skorar af öryggi. Ottó kom inná eftir 15 mínútna leik þegar Nenad Zivanovic meiddist.
14.40 Litlu munar að HK lagi stöðuna á Kópavogsvelli. Hólmbert Aron Friðjónsson með bylmingsskot í stöngina á marki Fjarðabyggðar.
14.33 HK - Fjarðabyggð 0:2. Skyndisókn Austfirðingaá 30. mínútu. Aron Már sendir boltann innfyrir vörnina á Hilmar Má Bjartþórsson. Hann rennir boltanum framhjá Ögmundi markverði, laflaust í stöngina og inn, en engu munar að markvörðurinn nái til boltans.
14.31 Grótta - Þór 0:1. Ármann Pétur Ævarsson kemur Þór yfir með skalla eftir fyrirgjöf Gísla Páls Helgasonar frá hægri.
14.12. Aron Már Smárason hefur nú skorað 7 mörk fyrir Fjarðabyggð í deildinni, af 10 mörkum liðsins. Hann er í láni frá Breiðabliki og eftir markið storkaði hann leikmönnum HK með því að sýna að hann væri í Blikatreyju innanundir!
14.11. HK - Fjarðabyggð 0:1. Fjarðabyggð fær vítaspyrnu í sinni fyrstu sókn á 8. mínútu. Varnarmaður HK var með boltann en fékk boltann uppí höndina á slysalegan hátt. Aron Már Smárason skorar úr vítaspyrnunni, naumlega þó því Ögmundur Ólafsson markvörður HK hálfvarði skot hans.
14.03 Á Kópavogsvelli eru sterkir leikmenn fjarri góðu gamni. Almir Cosic hjá HK og Jóhann R. Benediktsson hjá Fjarðabyggð eru í leikbanni. Þá leikur Jónas Grani Garðarsson aðstoðarþjálfari HK ekki með í dag vegna meiðsla.
14.00 Leikirnir eru að hefjast, HK - Fjarðabyggð á Kópavogsvelli og Grótta - Þór á Seltjarnarnesi.
13.40 HK hefur sett leikskýrsluna úr leiknum við Fjarðabyggð á netið. Skoða má liðsskipan liðanna hér.
Staðan fyrir þessa tvo síðustu leiki 7. umferðar:
16 ÍR
15 Leiknir R.
13 Víkingur R.
12 Fjölnir
11 Þór
9 KA
8 ÍA
8 HK
6 Fjarðabyggð
6 Þróttur R.
4 Grótta
4 Njarðvík