Ísland vann 3:0 sigur á Króötum

Katrín Ómarsdóttir og Maja Joscak í baráttu á Laugardalsvelli í …
Katrín Ómarsdóttir og Maja Joscak í baráttu á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Kristinn

Ísland vann mjög öruggan sigur á Króatíu, 3:0, í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta á Laugardalsvellinum í kvöld. Ísland er þá komið með 21 stig úr 8 leikjum, jafnmörg og Frakkar sem hafa leikið 7 leiki.

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Katrín Jónsdóttir eitt í þeim síðari en Katrín lék í kvöld sinn 100. A-landsleik, fyrst íslenskra knattspyrnukvenna.

Þar með er hreinn úrslitaleikur riðilsins gegn Frökkum á Menningarnótt, 21. ágúst, orðinn að veruleika.

Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Guðný B. Óðinsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Katrín Ómarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Sara B. Gunnarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir.
Varamenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir (M), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Logadóttir, Rakel Hönnudóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

Lið Króatíu: Ivana Vrdoljak - Kristina Nevrkla, Sandra Zigic, Tatjana Solaja, Vanesa Zlosa, Maja Joscak, Izabela Lojna, Dusanka Juko, Iva Landeka, Josipa Bokanovic, Barbara Peric.
Varamenn: Branka Karnjus (M), Dragica Ceprnic, Martina Cop, Antonija Corak, Jasna Babogerdac, Sara Klaric, Tihana Nemcic.

Ísland 3:0 Króatía opna loka
90. mín. 90 mínútur liðnar, uppbótartími 3 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert