Dæmið snerist við og Keflavík úr leik

Alen Sutej með boltann á Njarðtaksvelli í kvöld.
Alen Sutej með boltann á Njarðtaksvelli í kvöld. mbl.is/Víkurfréttir

Íslandsmeistarar FH unnu í kvöld 3:2 sigur á Keflavík þegar liðin áttust við í Njarðvík í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Síðustu tvö ár hafa Keflvíkingar slegið FH-inga út úr bikarkeppninni suður með sjó og því má segja að dæmið hafi snúist við í ár.

Ólafur Páll Snorrason, Tommy Nielsen og Atli Guðnason skoruðu mörk FH-inga sem komust í 2:0 og 3:1, en Paul McShane og Haraldur Freyr Guðmundsson mörk Keflvíkinga.

Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Alen Sutej, Hólmar Örn Rúnarsson, Andri Steinn Birgisson. Paul McShane, Magnús Þ. Matthíasson - Magnús Sverrir Þorsteinsson, Guðmundur Steinarsson.

Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Tommy Nielsen, Björn Daníel Sverrisson, Pétur Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason, Guðmundur Sævarsson, Atli Viðar Björnsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Ólafur Páll Snorrason, Hjörtur Logi Valgarðsson.

Keflavík 2:3 FH opna loka
90. mín. Matthías Vilhjálmsson (FH) á skot sem er varið Dauðafæri innan teigs eftir að Atli Viðar Björnsson spólaði sig í gegnum vörnina. Illa nýtt færi hjá FH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert