Fylkismenn töpuðu, 3:0, í fyrri viðureign sinni gegn Torpedo Zhodino í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en liðin áttust við í Hvíta-Rússlandi í dag. Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en Hvít-Rússarnir skoruðu mörkin þrjú á 15 mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik. Fylgst var með leiknum í textalýsingu hér á mbl.is.
Lið Zhodino: Bushma - Ostroukh, Brusnikin, Karolik, Levitski, Kazlou, Karshakevich, Ogar, Kontsevoi, Kazarin, Krivobok.
Varamenn: Parechin, Solovei, Ponomarenko, Bronovitskij, Rizhko, Aleksievich, Martinets.
Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Kristján Valdimarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Valur Fannar Gíslason, Ólafur Stígsson, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Einar Pétursson.
Varamenn: Andrew Bazi, Pape Mamadou Feye, Tómas Þorsteinsson, Ásgeir Örn Arnþórsson, Andri Hermannsson, Friðrik Ingi Þráinsson, Andri Þór Jónsson.