Stefán Gíslason verður aðeins í herbúðum norska úrvalsdeildarliðsins Viking í Stavangri út þennan mánuð, en hann er þar að láni frá danska knattspyrnuliðinu Brøndby. Samningar munu ekki hafa tekist á milli Stefáns og forráðamanna Vikings um varanlegan samning og segja fjölmiðlar í Noregi að viðræðurnar hafi strandað á launaliðnum.
Stefán mun vilja hærri laun en forráðamenn Vikings eru tilbúnir að greiða.
Stefán hefur staðið sig vel með Vikingsliðinu á keppnistímabilinu.