Víkingur Ó., sem leikur í 2. deild, vann í kvöld úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu. Staðan var 3:3 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en úrslitin réðust í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Þetta er í fyrsta skipti sem lið úr 2. deild kemst í undanúrslit í bikarnum en Ólafsvíkingar eru á toppi 2. deildarinnar og eina ósigraða liðið í þremur efstu deildum Íslandsmótsins.
Víkingur Ó.: Einar Hjörleifsson - Helgi Óttarr Hafsteinsson, Tomasz Luba, Brynjar Gauti Guðjónsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Edin Beslija, Heiðar Atli Emilsson, Artjom Gonchar, Eldar Masic, Brynjar Kristmundsson, Dominik Bajda.
Varamenn: Ingólfur Örn Kristjánsson, Alfreð Már Hjaltalín, Sindri Hrafn Friðþjófsson, Sindri Már Sigurþórsson, Aljaz Horvat, Andri Freyr Hafsteinsson, Fannar Hilmarsson.
Stjarnan: Bjarni Þórður Halldórsson - Baldvin Sturluson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Daníel Laxdal, Hilmar Þór Hilmarsson, Björn Pálsson, Jóhann Laxdal, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Ólafur Karl Finsen, Ellert Hreinsson, Halldór Orri Björnsson.
Varamenn: Magnús Karl Pétursson, Atli Jóhannsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Dennis Danry, Birgir Hrafn Birgisson, Þorvaldur Árnason, Arnar Már Björgvinsson.