FC Barcelona hefur tekið 155 milljónir evra bankalán, jafnvirði 25,5 milljarða króna, eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Um nokkurt skeið hafa verið uppi sögusagnir þess efnis að Katalóníurisinn eigi í fjárhagserfiðleikum og hefur það nú verið staðfest.
Af þeim sökum hafa launagreiðslur til leikmanna og annarra starfsmanna dregist en nú mun vera séð fyrir endann á því.
Fjárhagserfiðleikar Barcelona komu þó ekki í veg fyrir að það keypti David Villa frá Valencia í vor fyrir jafnvirði rúmra sex milljarða króna.
Ekki fylgir sögunni hvaða banki veitt félaginu lánið.