Barcelona tekur hátt lán

Nýkjörinn forseti FC Barcelona, Sandro Rosell, hefur haft í mörg …
Nýkjörinn forseti FC Barcelona, Sandro Rosell, hefur haft í mörg horn að líta síðan hann tók við embætti fyrir hálfum mánuði. ALBERT GEA

FC Barcelona hefur tekið 155 milljónir evra bankalán, jafnvirði 25,5 milljarða króna, eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Um nokkurt skeið hafa verið uppi sögusagnir þess efnis að Katalóníurisinn eigi í fjárhagserfiðleikum og hefur það nú verið staðfest.

Af þeim sökum hafa launagreiðslur til leikmanna og annarra starfsmanna dregist en nú mun vera séð fyrir endann á því. 

Fjárhagserfiðleikar Barcelona komu þó ekki í veg fyrir að það keypti David Villa frá Valencia í vor fyrir jafnvirði rúmra sex milljarða króna. 

Ekki fylgir sögunni hvaða banki veitt félaginu lánið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert