Blikar töpuðu með einu marki í Motherwell

Kári Ársælsson er fyrirliði Breiðabliks og spilar sinn fyrsta Evrópuleik …
Kári Ársælsson er fyrirliði Breiðabliks og spilar sinn fyrsta Evrópuleik í kvöld eins og flestir samherjar hans. mbl.is/Eggert

Motherwell sigraði Breiðablik, 1:0, í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópudeildar UEFA í fótbolta sem fram fór á Fir Park í Motherwell í Skotlandi í kvöld.

Ross Forbes skoraði sigurmark Skotanna á 63. mínútu en í byrjun síðari hálfleiks hafði Kristinn Steindórsson átt skot í stöngina á marki Motherwell.

Liðin mætast aftur á Kópavogsvellinum næsta fimmtudag. Blikar þurfa að vinna tveggja marka sigur til að fara áfram, eða þá 1:0 og vítaspyrnukeppni.

Lið Motherwell: Darren Randolph - Steven Hammell, Mark Reynolds, Stephen Craigan, Tom Hateley, Chris Humphrey, Steven Jennings, Jamie Murphy, John Sutton, Keith Lasley, Ross Forbes.
Varamenn: Lee Hollis, Steven Saunders, Shaun Hutchinson, Jonathan Page, Angelis Charalambous, Stephen Meechan, Gary Smith.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson - Guðmundur Kristjánsson, Alfreð Finnbogason, Jökull I. Elísabetarson, Finnur Orri Margeirsson - Kristinn Steindórsson, Guðmundur Pétursson.
Varamenn: Sigmar Sigurðarson, Árni K. Gunnarsson, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Rannver Sigurjónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Andri Rafn Yeoman.

Motherwell 1:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Tvær mínútur í uppbótartíma, síðan flautað af. Lokatölur 1:0 fyrir Motherwell sem gefur Breiðabliki þokkalega möguleika fyrir heimaleikinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert