„Það er nokkur spenna hjá okkur að fara í þennan leik og menn eru fullir tilhlökkunar,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks sem mætir skoska liðinu Motherwell í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA ytra í kvöld.
Hvernig sem leikurinn endar þá fer hann á spjöld sögu Breiðabliks þar sem um er að ræða fyrsta leik félagsins í Evrópukeppni karla í knattspyrnu.
„Þetta er að mörgu leyti eins og hver annar leikur en einnig öðruvísi að því leytinu að strákarnir hafa ekki mætt þessum tiltekna andstæðingi áður,“ sagði Ólafur þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Skotlandi í gær þar sem Blikaliðið var nýkomið af annarri æfingu sinni á Fir Park, keppnisvellinum sem það leikur á í dag.
Nánar er rætt við Ólaf og fjallað um Evrópuleikina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.