Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld. ÍR tók á móti Njarðvík og ar höfðu heimamenn betur. Víkingar og Fjölnir áttust við í Fossvogsdalnu og þar voru átta mörk skoruð í 5:3 sigri Víkinga. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu á mbl.is.
Víkingar eru í efsta sæti deildarinnar með 25 stig en Fjölnir er í fjórða sæti með 21 stig. ÍR er í fimmta sæti með 20 stig og Njarðvík er í næst neðsta sæti með 11 stig.
90. mín. Mark!!! Pétur Örn Sverrisson gulltryggir sigur Víkinga með fimmta marki liðsins. Lokatölur 5:3.
86.mín: Mark!! Það er allt að gerast í Víkinni. Jakob Spansberg kemur Víkingum yfir, staðan er 4.3.
83. mín:Mark! Tómas Guðmundsson jafnar fyrir Víking.
75. mín: Mark! Pétur Georg Markan kemur Fjölni í 3:2.
68. mín: Mark! Það rignir inn mörkum á ÍR vellinum. Árni Freyr Guðnason var að bæta við fimmta markinu fyrir heimamenn. Staðan er 5:1.
64. mín: Mark! Helgi Sigurðsson jafnar metin fyrir Víkinga. Staðan er 2:2
64. mín: Mark! Einar Valur Árnason skorar fyrir Njarðvik, staðan er 4:1 fyrir ÍR.
58. mín: Mark! Björn Viðar Ásgeirsson skorar fjórða markið fyrir ÍR.
42. mín: Mark!! Vítaspyrna dæmd á Víkinga. Aron Jóhannsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni fyrir Fjölni og kemur liðinu yfir. Staðan er 2:1 fyrir gestina úr Grafarvogi.
38. mín: Mark!!! Björn Viðar Ásgeirsson bætir við þriðja markinu fyrir ÍR.
34.mín: Mark!! Kristján Ari tók skotskóna með sér í leikinn og bætir við öðru marki fyrir ÍR. Staðan er 2:0.
30. mín: Mark! Kristján Ari Halldórsson kemur ÍR yfir gegn Njarðvík.
27. mín: Mark! Viðar Guðjónsson jafnar fyrir Fjölni.
14. mín: Mark! Dofri Snorrason kemur Víkingum yfir.
ÍR - Njarðvík 5:1 - leik lokið
Kristján Ari Halldórsson 30., 34., Björn Viðar Ásgeirsson 38., 58., Árni Freyr Guðnason 67. - Einar Valur Árnason 64.
Víkingur - Fjölnir 5:3 - leik lokið
Dofri Snorrason 14. Helgi Sigurðsson 64., Tómas Guðmundsson 83., Jakob Spansberg 86., Pétur Örn Svansson 90. - Viðar Guðjónsson 27., Aron Jóhannsson(víti) 34., Pétur Georg Markan 75.