Skagamenn lönduðu sigri gegn Fjarðabyggð

Skagamenn fagna marki.
Skagamenn fagna marki. mbl.is/Guðmundur Bjarki Halldórsson

ÍA sigraði Fjarðabyggð, 4:2, í 1. deild karla í fótbolta í kvöld á Akranesi. Skagamenn komust í 4:0 áður en Fjarðabyggð náði að svara fyrir sig í síðari hálfleik. ÍA er með 19 stig að loknum 13 leikjum og er liðið áfram í sjötta sæti. Fjarðabyggð er í þriðja neðsta sæti með 11 stig. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu á mbl.is.

90. mín: Leiknum er lokið með 4:2 sigri ÍA.

84. mín: Sveinbjörn Jónasson með frábært skot að marki ÍA en Páll Gísli varði meistaralega. Skagamenn hafa gefið eftir og eru stálheppnir að hafa ekki fengið á sig þriðja markið.

78. mín: Hjörtur með þrumuskot fyrir ÍA í slá úr af stuttu færi.

71. mín: Lárus Orri Sigurðsson kemur inná fyrir Guðjón Heiðar Sveinsson. Fyrsti leikur Lárusar fyrir ÍA í mfl. frá upphafi en hann lék með yngri flokkum félagsins þar til hann var 16 ára.

70. mín: MARK 4:2. Frábær sókn hjá Fjarðabyggð sem endaði með því að Aron Már Smárason skoraði af stuttu færi. 

65. mín: Hjörtur Hjartarson komst í frábært færi en vippaði yfir markið.

64. mín: Stefán Þórðarson kemur inná í liði ÍA fyrir Einar Loga Einarsson sem kom inná rétt áður fyrir Arnar Má. Einar meiddist á höfði eftir samstuð við Andra Hjörvar Albertsson sem meiddist líka á höfði. Andri var borinn af velli og kemur ekki meira við sögu í þessum leik.

58. mín:  MARK 4:1! Hákon Þór Sófusson skorar fyrir Fjarðabyggð með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu við endalínu.

55. mín: MARK 4:0 ! Flott sókn hjá ÍA. Stefán Örn fékk boltann við hægra vítateigshornið, lék upp að endamörkum og gaf fína sendingu á fjærstöng. Þar var Ragnar Leósson mættur og skallaði boltann í markið.

53. mín: Fyrsta alvöruskot Fjarðabyggðar að marki. Sveinbjörn Jónasson átti gott skot en Páll Gísli varði vel.

46. mín: Síðari hálfleikur er byrjaður.

45. mín: fyrri hálfleik er lokið: Arnar Már Guðjónsson úr liði ÍA fékk gult spjald á 44. mínútu.

40. mín: MARK 3:0 Eftir stórsókn ÍA þar sem að tvö þrumuskot voru varin af markverðinum barst boltinn til Stefáns Arnar sem þrumaði boltanum í netið af frekar stuttu færi. 

38. mín: MARK 2:0 Hjörtur Hjartarson bætir við marki fyrir Skagamenn. Hann fékk fína sendingu inn á vinstra vítateigshornið. Þar snéri hann af sér varnarmann og leit út eins og 24 ára framherji á leið sinni að markinu. Hnitmiðað skot hans úr erfiðu færi fór í markið.

32 mín: MARK! 1:0 Arnar Már Guðjónsson skorar af öryggi. Skotið fór neðst í vinstra markhornið og markvörðurinn skutlaði sér í hitt hornið.

32: mín: Víti. Brotið á Hirti Hjartarsyni í vítateignum. Arnar Már Guðjónsson tekur spyrnuna.

28. mín: Sóknir Skagamanna þyngjast. Hjörtur Hjartarson komst í gott færi en varnarmaður náði að kasta sér fyrir skot hans á síðustu stundu.

22. mín: Andri Adolphsson á hörkuskot að marki Fjarðarbyggðar en Rajkovic varði.

10. mín: Skagamenn eru mun sterkari en hafa ekki náð að skapa sér færi.

3. mín: Stefán Örn Arnarson, framherji ÍA, á skalla í þverslá.

1. mín: Lárus Orri Sigurðsson er á varamannabekk ÍA í fyrsta sinn í sumar. Hann gekk í raðir Skagamanna í þessari viku. Englendingurinn Gary Martin er ekki í liði ÍA en hann fékk ekki leikheimild í tæka tíð. Stefán Þórðarson er á varamannabekk ÍA.

Byrjunarlið ÍA: Páll Gísli Jónsson - Aron Pétursson, Guðjón H. Sveinsson, Heimir Einarsson, Hjörtur Hjartarson, Ragnar Leósson, Arnar Már Guðjónsson, Guðmundur B. Guðjónsson, Andri Geir Alexandersson, Andri Adolphsson, Stefán Örn Arnarson. Varamenn: Árni Snær Ólafsson, Stefán Þór Þórðarson, Einar Logi Einarsson, Ragnar Gunnarssno, Lárus Orri Sigurðsson. 

Byrjunarlið Fjarðabyggðar: Srdjan Rajkovic - Andri Albertsson, Ingi S. Freysteinsson, Jóhann Ragnar Benediktsson, Sigurjón Egilsson, Andri Magnússon, Felix Hjálmarsson, Aron Már Smárason, Sveinn Sæmundsson, Martin Rosenthal, Sveinbjörn Jónasson. Varamenn: Óli Freyr Axelsson, Vignir Lúðvíksson, Hilmar Bjartþórsson, Hákon Sófusson, Sævar Harðarson.

Lárus Orri Sigurðsson lék sinn fyrsta leik með ÍA í …
Lárus Orri Sigurðsson lék sinn fyrsta leik með ÍA í kvöld gegn Fjarðabyggð. mbl.is/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Lárus Orri Sigurðsson.
Lárus Orri Sigurðsson. mbl.is/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Lárus Orri Sigurðsson.
Lárus Orri Sigurðsson. mbl.is/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA.
Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA. mbl.is/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Frá leik ÍA og Fjarðarbyggðar.
Frá leik ÍA og Fjarðarbyggðar. mbl.is/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Frá leik ÍA og Fjarðabyggðar.
Frá leik ÍA og Fjarðabyggðar. mbl.is/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Frá leik ÍA og Fjarðabyggðar.
Frá leik ÍA og Fjarðabyggðar. mbl.is/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Frá leik ÍA og Fjarðabyggðar.
Frá leik ÍA og Fjarðabyggðar. mbl.is/Guðmundur Bjarki Halldórsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert