Ótrúleg vítaspyrna Calvente, myndband

Spánverjinn Ezequiel Calvente, sem leikur með Real Betis í Sevilla …
Spánverjinn Ezequiel Calvente, sem leikur með Real Betis í Sevilla á Spáni, sýndi ótrúlegt hugmyndaflug í gær þegar hann tók vítaspyrnu gegn Ítalíu. Eurosport.com

Spánverjinn Ezequiel Calvente, sem leikur með Real Betis í Sevilla á Spáni, sýndi ótrúlegt hugmyndaflug í gær þegar hann tók vítaspyrnu gegn Ítalíu á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri sem fram fer í Frakklandi. Margir sérfræðingar um fótbolta telja að spyrnan sé ein sú besta frá upphafi en hægt er að skoða atvikið í myndbandinu hér fyrir neðan.

Myndband af vítaspyrnunni.

Calvente hljóp hratt að boltanum og virtist ætla að spyrna með hægri fæti en í staðinn notaði hann vinstri fótinn og ítalski markvörðurinn átti aldrei möguleika á að verja. Spánverjar höfðu betur í leiknum 3:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert