Bikarævintýri Ólsara lauk í Kaplakrika

Atli Viðar Björnsson hamrar á mark Víkings í leiknum í …
Atli Viðar Björnsson hamrar á mark Víkings í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Íslandsmeistaralið FH og 2. deildarlið Víkings úr Ólafsvík áttust við í undanúrslitum VISA-bikarkeppninnar í fótbolta karla í kvöld. FH sigraði 3:1 eftir að staðan var 1:1 í hálfleik. FH er því komið í bikarúrslit og mætir þar KR eða Fram. Leikurinn hófst kl. 19.15 á Kaplakrikavelli og fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson - Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Jón Ragnar Jónsson - Björn Sverrisson, Bjarki Gunnlaugsson, Matthías Vilhjálmsson - Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.

Varamenn: Gunnar Sigurðsson - Gunnar Már Guðmundsson, Torger Motland, Andri Gíslason, Hafþór Þrastarson, Helgi Valur Pálsson, Einar Karl Ingvarsson.

Byrjunarlið Víkings: Einar Hjörleifsson - Helgi Óttarr Hafsteinsson, Tomasz Luba, Brynjar Gauti Guðjónsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Edin Beslija, Heiðar Atli Emilsson, Alijaz Harvat, Artjoms Goricars, Eldar Masic, Brynjar Kristmundsson.

Varamenn: Ingólfur Kristjánsson, Alfreð Hjaltalín, Aleksandra Cekulajeus, Sindri Sigurþórsson, Fannar Hilmarsson.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Ómar Óskarsson
FH 3:1 Víkingur Ó. opna loka
90. mín. Aleksandrs Cekujajevs (Víkingur Ó.) á skot sem er varið Ágæt sókn hjá Ólsörum sem voru komnir þrír inn í vítateig FH. Cekujajevs var full lengi að athafna sig en náði þó skoti sem Gunnleifur varði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert