Stuðningsmenn Stabæk vilja þjálfarann burt

Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Stuðningsmenn norska fótboltaliðsins Stabæk þar sem þeir Veigar Páll Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson leika, eru allt annað en ánægðir með Jan Jönsson þjálfara liðsins og vilja hann burt.

Jönsson er á sjötta ári sínu sem þjálfari liðsins en hann mun hætta með liðið í lok leiktíðar og taka við Rosenborg frá Þrándheimi í janúar á næsta ári. Stuðningsmenn Stabæk eru æfir yfir ákvörðun þjálfarans og vilja að hann hætti störfum nú þegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka