Heil umferð fer fram í 1. deild karla í kvöld, 14. umferð. Fylgst var með gangi mála í leikjum kvöldsins í textalýsingu á mbl.is. Þróttur lagði Fjarðabyggð 3:1 á útivelli. KA vann ÍR 3:2 á heimavelli. HK og Grótta skildu jöfn 2:2. Leiknir lagði Víking 2:0. Fjölnir og ÍA skildu jöfn 1:1. Þór vann Njarðvík á útivelli 1:0.
Fjarðabyggð - Þróttur R. 1:3 -leiknum er lokið
Sveinbjörn Jónasson 31. - Andrés Vilhjálmsson 2., Dusan Ivkovic 18., Hörður Bjarnason 35.
KA - ÍR 3:2 - leiknum er lokið (leikskýrsla)
David Disztl 18., 31., Steinn Gunnarsson 92. - Kristján Ari Halldórsson 4., Karl Gunnar Björnsson 32.
HK - Grótta 2:2 - leiknum er lokið (leikskýrsla)
Jónas Grani Garðarsson 8., 85. (víti) - Daniel Howell 27., Sölvi Davíðsson 63.
Fjölnir - ÍA - leiknum er lokið 1:1
Pétur Georg Markan 40. - Hjörtur Hjartarson 55.
Leiknir R. - Víkingur 2:0 - leiknum lokið (leikskýrsla)
Kjartan Andri Baldvinsson 28. Kristján Páll Jónsson 65.-
Njarðvík - Þór leiknum er lokið 0:1
- Ármann Pétur Ævarsson 65.
Staðan í deildinni eftir leiki kvöldsins:
Þór 28
Leiknir R 28
Víkingur R 28
ÍR 23
Fjölnir 22
ÍA 20
Þróttur R. 17
HK 16
KA 16
Grótta 13
Fjarðabyggð 11
Njarðvík 11
22.00 Þórsara eru á toppi deildarinnar með 28 stig en Leiknir R., og Víkingur R., eru með sama stigafjölda í 2. og 3. sæti.
21.58. Fjölnir átti tvö skot í slá á lokamínútum leiksins og Skagamenn voru stálheppni að fá ekki á sig mark.
21.48 Víti!!! Leiknir fær víti á 89. mínútu. Fannar Þór Arnarson tók vítið en Magnús Þormar markmaður Víkings greip boltann.
21.43 MARK!!! Jónas Grani Garðarsson jafnar fyrir HK gegn Gróttu. Staðan er 2:2. Jónas skoraði úr vítaspyrnu á 85. mínútu. Andri Valgeirsson, ungur nýliði í HK, var felldur í vítateig Gróttu.
21.23 MARK!! Ármann Pétur Ævarsson kemur Þórsurum yfir gegn Njarðvík á 65. mínútu. Staðan er 1:0 fyrir Þór.
21.22 MARK!! Kristján Páll Jónsson skorar fyrir Leikni á 65. mín., gegn Víkingum og staðan er 2:0.
21.21 MARK!! Sölvi Davíðsson kemur Gróttu i 2:1 á útivelli gegn HK.
21.20 MARK!!! Skagamenn jafna gegn Fjölni. Þar var að verki Hjörtur Hjartarson. Staðan er því 1:1.
20.56 MARK!! KA menn fagna sigri gegn ÍR eftir að Steinn Gunnarsson skoraði á 92. mínútu með skalla. Lokatölur 3:2.
20.48 MARK!!! Pétur Georg Markan skorar fyrir Fjölni gegn ÍA á 40. mínútu. Staðan er 1:0. Skagamenn voru mun sterkari aðilinn fyrstu 30 mínútur leiksins.
20.28 MARK !!! Kjartan Andri Baldvinsson skoraði fyrir Leikni á 28. mínútu gegn Víkingum. Staðan er því 1:0.
20.27 MARK!! Daniel Howell jafnar fyrir Gróttu gegn HK á 27. mínútu. Staðan er 1:1.
20.11 MARK!!! Jónas Grani Garðarsson kemur HK yfir á 8. mínútu gegn Gróttu.
19.36. MARK!!! Karl Gunnar Björnsson jafnar fyrir ÍR gegn KA á Akureyrarvelli. Staðan er 2:2.
19.32. MARK!!! David Disztl kemur KA í 2:1 gegn ÍR.
19.20 MARK!! KA jafnar eftir að leikmaður ÍR skorar í eigið mark. (leiðrétt 19.43, það var víst David Disztl sem skoraði)......Staðan er 1:1.
19.12 MARK ! Kristján Ari Halldórsson kemur ÍR yfir gegn KA á Akureyri. Kristján slapp inn fyrir vörn KA og skoraði af öryggi. Staðan er 0:1.
19.06 MARK!! Hörður Bjarnason kemur Þrótturum í 3:1. Heimamenn vildu meina að Hörður hefði verið rangstæður.
19.03 MARK!!! Sveinbjörn Jónasson skorar fyrir Fjarðabyggð, staðan er 2:1 fyrir Þrótt.
18.51 MARK!! Dusan Ivkovic bætir við marki fyrir Þróttara gegn Fjarðabyggð. Aftur skora gestirnir eftir hornspyrnu. Staðan er 2:0.
18.33 MARK!! Andrés Vilhjálmsson skorar á 2. mínútu fyrir Þrótt gegn Fjarðabyggð með skoti úr vítateignum eftir hornspyrnu.
Staðan í deildinni fyrir leiki kvöldsins:
1. Víkingur R. 28 stig
2. Þór 25 stig.
3. Leiknir R. 25 stig.
4. ÍR 23 stig.
5. Fjölnir 21 stig.
6. ÍA 19 stig.
7. HK 15 stig.
8. Þróttur R. 14 stig.
9. KA 13 stig.
10. Grótta 12 stig.
11. Fjarðabyggð 11 stig.
12. Njarðvík 11 stig.