Jóhann Berg og Rúrik skoruðu í Evrópudeildinni

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði síðara mark AZ Alkmaar þegar liðið sigraði sænska liðið Gautaborg, 2:0, í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu í Hollandi í kvöld.

Jóhann Berg lék allan tímann fyrir AZ Alkmaar en Kolbeinn Sigþórsson sat á bekknum. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan tímann fyrir Gautaborg en Thedódór Elmar Bjarnason lék síðasta hálftímann.

Þá skoraði Rúrik Gíslason eitt af mörkum danska liðsins OB í 5:3 sigri liðsins á Zrinjski. Rúrik skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu leiksins en hann lék allan tímann.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert