Ólafur Jóhannesson þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu hefur valið 18 manna leikmannahóp fyrir æfingaleikinn við Liechtenstein á Laugardalsvelli 11. ágúst næstkomandi. Fjórir leikmenn sem gjaldgengir eru með U21-landsliðinu eru í hópnum og missa af leiknum við Þýskaland í undankeppni EM.
Eiður Smári Guðjohnsen er í hópnum líkt og Grétar Rafn Steinsson en hvorugur þeirra var með síðast þegar Ísland lék leik, í vor gegn Andorra.
Matthías Vilhjálmsson, Guðmundur Kristjánsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson, sem allir leika hér heima, eru í hópnum sem og að sjálfsögðu Gunnleifur Gunnleifsson markvörður.
Hópurinn:
Markverðir:
Árni Gautur Arason (Odd Grenland)
Gunnleifur Gunnleifsson (FH)
Varnarmenn:
Indriði Sigurðsson (Viking)
Kristján Örn Sigurðsson (Hönefoss)
Grétar Rafn Steinsson (Bolton)
Ragnar Sigurðsson (IFK Gautaborg)
Sölvi Geir Otttesen (FC Köbenhavn)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (Coventry)
Ólafur Ingi Skúlason (SønderjyskE)
Arnór Smárason (Esbjerg)
Rúrik Gíslason (OB)
Steinþór Freyr Þorsteinsson (Örgryte)
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Framherjar:
Eiður Smári Guðjohnsen (Mónakó)
Heiðar Helguson (QPR)
Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk)