„Erum með sterkara lið“

Frá æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli.
Frá æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli. mbl.is/Ómar

„Það er markmiðið að bæta sóknarleikinn okkar og láta boltann ganga hraðar okkar á milli. Það hefur oft reynst okkur erfitt að vera sá aðili sem stjórnar leiknum og ég vona að við getum bætt okkar leik á því sviði gegn Liechtenstein á morgun,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari A-landsliðs karla.

Ísland mætir Liechtenstein í vináttuleik á Laugardalsvelli kl. 19.30 í kvöld. Leikurinn er eini vináttuleikur Íslands þar til riðlakeppni Evrópumeistaramótsins 2012 hefst í byrjun september þegar Norðmenn sækja Íslendinga heim.

Viðtalið við Ólaf má lesa í heild sinni í fjögurra síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert