Slakt gegn Liechtenstein

Íslendingar fagna markinu sem Rúrik Gíslason skoraði.
Íslendingar fagna markinu sem Rúrik Gíslason skoraði. mbl.is/Ómar

Ísland og Liechtenstein skildu jöfn 1:1 í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands á 20. mínútu en gestirnir jöfnuðu á 69. mínútu. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Byrjunarlið Íslands:  Markvörður: Árni Gautur Arason - hægri bakvörður Grétar Rafn Steinsson,  Sölvi Geir Ottesen Jónsson og Kristján Örn Sigurðsson eru miðverðir, Indriði Sigurðsson vinstri bakvörður.    Rúrik Gíslason er hægri kantmaður, Ólafur Ingi Skúlason og Aron Einar Gunnarsson eru varnartengiliðir, Arnór Smárason er vinstri kantmaður. Eiður Smári Guðjohnsen er fyrir framan miðjuna og fremstur er fyrirliðinn Heiðar Helguson.

Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson - Ragnar Sigurðsson, Veigar Páll Gunnarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Matthías Vilhjálmsson, Guðmundur Kristjánsson, Ólafur Páll Snorrason.

Byrjunarlið Liechtenstein: Cengiz Bicer - Marco Ritzberger, Michael Stocklasa, Fabio D´Elia, Yves Oehri, Martin Stocklasa, Sandro Wieser, Philippe Erne, Mario Frick, Franz-Josef Vogt, Michele Polverino. 

Varamenn: Lorenzo Lo Russo, Martin Rechsteiner, Nicolas Hasler, Lucas Eberle, Mathias Christen.

Frá landsliðsæfingu í fyrradag.
Frá landsliðsæfingu í fyrradag. mbl.is/Ómar
Ísland ka. 1:1 Liechtenstein opna loka
90. mín. Leik lokið Arfaslökum landsleik er lokið með jafntefli 1:1. Áhorfendur fengu lítið fyrir aðgangseyrinn að þessu sinni og vonandi er þessi frammistaða Íslands ekki það sem koma skal í undankeppni EM.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka