Leiknismenn snéru við blaðinu gegn Þrótturum

Frá leik Leiknis og Þróttar í kvöld.
Frá leik Leiknis og Þróttar í kvöld. mbl.is/Ómar

Leiknir úr Breiðholti endurheimti í kvöld efsta sætið í 1. deild karla í knattspyrnu þegar 16. umferð lauk í kvöld með fjórum leikjum. Leiknir lenti undir 0:1 gegn Þrótti en sigraði 2:1 og Þórsarar unnu upp tveggja marka forskot Skagamanna í 2:2 jafntefli. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leikir kvöldsins: 

Fjarðabyggð - ÍR: 1:2 - Leik lokið
Arnór Már Smárason 3. - Kristján Ari Halldórsson 51., Haukur Ólafsson (víti) 55.

Leiknir - Þróttur: 2:1 Leikskýrslan - Leik lokið
Gunnar Einarsson 73., Kristján Jónsson 85. - Erlingur Jack Guðmundsson 30.

HK - KA: 0:1 Leikskýrslan  - Leik lokið
- David Disztl 16.

Þór - ÍA: 2:2 Leikskýrslan - Leik lokið
Sveinn Elías Jónsson 43., 81. - Hjörtur Hjartarson (víti) 17., Gary Martin 24.

20:56 Öllum leikjum kvöldsins er lokið.

20:44 Mark!! Leiknismenn eru ekki af baki dottnir og voru að komast 2:1 yfir gegn Þrótti. Kristján Jónsson skoraði á 85. mínútu eftir snarpa skyndisókn Breiðhyltinga.

20:39 Mark!! Dramatíkin er mikil í leikjum Þórs og Leiknis í kvöld en þessi lið eru að berjast við Víkinga um að komast upp í Pepsí deildina að ári. Þórsarar eru búnir að vinna upp tveggja marka forskot Skagamanna og staðan er 2:2. Sveinn Elías Jónsson skoraði aftur fyrir Þór. Að þessu sinni af stuttu færi eftir undirbúning Atla Sigurjónssonar. 

20:31 Mark!! Gamla kempan Gunnar Einarsson var að jafna fyrir Leikni gegn Þrótti með skoti úr þvögu í vítateignum á 73. mínútu. Þetta mark gæti reynst dýrmætt í toppbaráttunni.

20:19 Björn Hákon Sveinsson kom Þórsurum til bjargar á 62. mínútu þegar hann varði vítaspyrnu frá Gary Martin á glæsilegan hátt. Spyrnan var ágæt og stefndi neðst í hornið en Björn var vandanum vaxinn. Vítaspyrnan var að mati heimamanna heldur ódýr. 

19:48 Mark!! ÍR-ingar hafa byrjað síðari hálfleik með látum fyrir austan. Hefur þeim tekist að snúa leiknum sér í hag með tveimur mörkum. Kristján Ari Halldórsson slapp inn fyrir vörn Fjarðabyggðar á 51. mínútu og skoraði með skoti upp í þaknetið. Á 55. mínútu fengu ÍR-ingar vítaspyrnu og úr henni skoraði Haukur Ólafsson. 

19:45 Mark!! Þórsarar eru ekki búnir að leggja árar í bát. Sveinn Elías Jónsson var að minnka muninn með skoti í stöngina og inn á markamínútunni 43.

19:33 Mark!! Erlingur Jack Guðmundsson er búinn að skora fyrir Þrótt á 30. mínútu en markið kom mjög gegn gangi leiksins. Erlingur slapp einn á móti markmanni og lyfti knettinum snyrtilega yfir hann og í netið.   

19:27 Mark!! Gary Martin bætti öðru marki við fyrir ÍA á 24. mínútu með föstu skoti úr vítateig Þórs. Afar slæm byrjun Þórsara sem eru í bullandi toppbaráttu við Víking og Leikni.  

19:18 Mark!! KA er komið yfir gegn HK í Kópavoginum. Markahrókurinn David Disztl skoraði með skalla á 16. mínútu.

19:18 Mark!! Skagamenn hafa náð forystunni. Hjörtur Hjartarson skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 17. mínútu sem dæmd var á brot sem þó virtist eiga sér stað utan vítateigs.

18.33 MARK!! Fjarðabyggð er komið yfir gegn ÍR-ingum. Arnór Már Smárason skoraði markið eftir klafs í vítateignum.


Leiknir tekur á móti Þrótti en Breiðhyltingar eru í baráttu …
Leiknir tekur á móti Þrótti en Breiðhyltingar eru í baráttu um að vinna sér sæti í efstu deild. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert