„Óásættanleg frammistaða“

Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ.
Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ. mbl.is/RAX

Geir Þorsteinsson formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að frammistaða A-landsliðsins í knattspyrnu í leiknum á móti Liechtenstein í fyrrakvöld hafi verið óáættanleg en strákarnir í U21 ára liðinu hafi bjargað deginum með glæsilegum leik á móti Þjóðverjum.

„Þessi frammistaða A-landsliðsins var ekki sú sem maður átti von á í síðasta leiknum við undankeppni EM og hún var mikil vonbrigði. Leikurinn var mjög slakur af okkar hálfu og ekki það veganesti sem við óskuðum okkur fyrir komandi átök í undankeppninni. sagði Geir m.a. við Morgunblaðið í gær en Ólafur Jóhannesson þjálfari A-landsliðsins nýtur fulls trausts hjá KSÍ.

Viðtalið við Geir má lesa í heild sinni í fjögurra síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert