Ari settur í skammarkrókinn

Ari Freyr Skúlason, til vinstri, í leik með Sundsvall.
Ari Freyr Skúlason, til vinstri, í leik með Sundsvall. mbl.is/Matthías

Sænska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Ara Frey Skúlason, leikmann sænska 1. deildarliðsins Sundsvall, í tveggja leikja bann vegna framkomu hans í leik sem hann tók ekki þátt í.

Ari Freyr lék með Sundsvall gegn Ljungskile í gær en hann verður fjarri góðu gamni í næstu tveimur leikjum liðsins sem eru á móti Syrianska og Landskrona.

Ástæða leiksbannsins er sú að eftir leik Sundsvall gegn Väsby fyrr í þessum mánuði, þar sem Ari tók út leikbann, kom hann að máli við dómara leiksins og tjáði honum skoðanir sínar um frammstöðu hans. Eitthvað hefur Ari sagt sem dómaranum mislíkaði og sendi hann aganefnd sænska knattspyrnusambandsins skýrslu um atvikið sem úrskurðaði Ara í tveggja leikja bann.

Þetta kemur sér illa fyrir Sundsvall því Ari hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu og er næstmarkahæstur, á eftir Hannesi Þ. Sigurðssyni. Ari lagði upp mark fyrir Hannes í 3:2 sigrinum á Ljungskile í gærkvöld. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert