Þóra ekki með en Katrín spilar

Katrín Jónsdóttir leikur sinn 101. landsleik á morgun.
Katrín Jónsdóttir leikur sinn 101. landsleik á morgun. mbl.is/Eggert

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hvernig byrjunarliðið verður gegn Frökkum í hinum mikilvæga leik í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvellinum á morgun kl. 16:00.

Katrín Jónsdóttir fyrirliði hefur jafnað sig af ökklameiðslum og verður með í leiknum, en Þóra B. Helgadóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og verðu hún ekki heldur með í leiknum gegn Eistlandi á miðvikudag.

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Sif Atladóttir
Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
Hægri kantmaður: Dóra María Lárusdóttir
Vinstri kantmaður: Hólmfríður Magnúsdóttir
Sóknartengiliður: Margrét Lára Viðarsdóttir
Framherji: Dagný Brynjarsdóttir

Þéir leikmenn sem verða utan 18 manna hóps að þessu sinni verða Sylvía Rán Sigurðardóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert