Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Toppliðin þrjú, Leiknir, Víkingur og Þór unnu sína leiki. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Leikir kvöldsins:
Þór - Grótta: 5:0 Leikskýrsla. - Leik lokið.
Ármann Pétur Ævarsson 11., 69., 72. (víti), Jóhann Helgi Hannesson 70., Kristján Steinn Magnússon 87.
Fjarðabyggð - HK: 2:0 Leikskýrsla. - Leik lokið.
Sveinbjörn Jónasson 64., Fannar Árnason 87.
Víkingur - Þróttur: 3:0 Leikskýrsla. - Leik lokið.
Sigurður Egill Lárusson 9., Marteinn Briem 71., 77.
Njarðvík - ÍA: 1:2 Leikskýrsla. - Leik lokið.
Andri Fannar Freysson 27. - Gary Martin 9., 25.
Leiknir R - ÍR: 2:0 - Leik lokið.
Kjartan Andri Baldvinsson 65. (víti), Kristján Jónsson 86. - Rautt spjald: Tómas Agnarsson 54., Árni Freyr Guðnason 88.
20:48 Mark!! Leiknir er komið í 2:0 gegn ÍR og þá eru toppliðin þrjú öll að klára sína leiki með sigri. Kristján Jónsson bætti við öðru marki á 86. mínútu eftir varnarmistök en ÍR-ingar vildu þó meina að knötturinn hafi farið í hönd eins Leiknismanns. Pirringurinn er farinn að gera vart við sig hjá ÍR og Árni Freyr Guðnason fékk sitt annað gula spjald og þá er búið að reka tvo ÍR-inga út af.
20:36 Mark!! Marteinn Briem er kominn í stuð í Víkinni og er búinn að skora tvívegis á sex mínútna kafla. Skoraði þriðja mark Víkings með skoti rétt utan vítateigs á 77. mínútu.
20:32 ÍR-ingar eru mjög ósáttir við dómgæsluna í leiknum gegn Leikni, þá sérstaklega brottreksturinn og vítaspyrnudómurinn. Þjálfari ÍR hefur verið rekinn upp í stúku fyrir mótmæli.
20:31 Mark!! Marteinn Briem er búinn að bæta við marki fyrir Víkinga sem eru 2:0 yfir gegn Þrótti. Skoraði með skoti af 25 metra færi á 71. mínútu.
20:28 Mark!! Kjartan Andri Baldvinsson er búinn að koma Leiknismönnum á bragðið. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 65. mínútu sem dæmd var eftir að skot Gunnars Einarssonar fór í hönd ÍR-ings innan vítateigs.
20:18 Mark!! Þórsarar eru í banastuði í síðari hálfleik gegn Gróttu. Kristján Steinn Magnússon skoraði fimmta mark þeirra í leiknum á 87. mínútu.
20:17 Mark!! Fjarðabyggð er að tryggja sér þrjú stig á móti HK. Fannar Árnason er búinn að bæta við marki með skalla á 87. mínútu.
20:16 Rautt spjald!! ÍR-ingurinn Tómas Agnarsson var rekinn af leikvelli á 54. mínútu fyrir brot. Staðan er enn markalaust í Breiðholtinu en nú mun sjálfsagt færast meira fjör í leikinn.
20:04 Mark!! Þórsarar hafa greinilega látið kné fylgja kviði því þeir eru komnir í 4:0. Þrjú mörk á fjórum mínútum. Ármann Pétur Ævarsson skoraði úr vítaspyrnu og fullkomnaði þar með þrennu sína.
20:03 Mark!! Annað mark Þórsara og staðan skyndilega orðin 3:0 í leik sem hafði verið nokkuð jafn. Markið skoraði Jóhann Helgi Hannesson eftir skyndisókn.
20:01 Mark!! Ármann Pétur Ævarsson er heitur í kvöld og hefur bætt við öðru marki sínu fyrir Þór. Skaut í gegnum þvögu í vítateig Gróttu á 69. mínútu.
19:58 Fyrri hálfleik er lokið í Breiðholtinu og þar hefur fátt markvert gerst. ÍR-ingar hafa verið meira með boltann og hafa haldið honum vel innan liðsins.
19:54 Mark!! Austfirðingar voru að skora gegn HK. Sveinbjörn Jónasson fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið á 64. mínútu eftir nokkuð þunga sókn Fjarðabyggðar í seinni hálfleik.
19.51 Hálfleikur í Víkinni þar sem Víkingur er yfir 1:0 gegn Þrótti í Reykjavíkurslagnum. Nokkuð sanngjörn staða en þó hefur verið lítið um færi í leiknum síðan Sigurður Egill kom Víkingum yfir snemma leiks.
19:30 Mark!! Hinn 18 ára gamli Andri Fannar Freysson er búinn að minnka muninn fyrir Njarðvík gegn ÍA með skalla úr vítateignum. Annað mark hans í sumar.
19:27 Mark!! Skagamenn fara vel af stað í Njarðvík og eru komnir í 2:0 eftir aðeins 25. mínútna leik. Aftur var það Gary Martin sem skoraði af stuttu færi, nú eftir varnarmistök á 25. mínútu.
19:19 Flautað hefur verið til leikhlés á Eskifirði hjá Fjarðabyggð og HK. Þar hefur ekki ennþá verið skorað en gamla brýnið Jónas Grani Garðarsson komst næst því um miðjan fyrri hálfleik en skaut rétt yfir mark Fjarðabyggðar. Fyrri hálfleik er einnig lokið fyrir norðan þar sem Þórsarar eru 1:0 yfir en Gróttumenn hafa þó átt nokkuð í leiknum.
19:15 Mark!! Hinn 18 ára gamli Sigurður Egill Lárusson er í stuði þessa dagana og er búinn að koma Víkingi yfir gegn Þrótti. Sigurður skoraði af stuttu færi ´9. mínútu eftir fyrirgjöf frá Helga Sigurðssyni.
19:14 Mark!! Skagamenn eru búnir að skora á Njarðtaksvellinum. Þar var á ferðinni Gary Martin af stuttu færi eftir hornspyrnu á 9. mínútu.
18:47 Mark!! Þórsarar byrja með látum gegn Gróttu og eru komnir yfir. Ármann Pétur Ævarsson skoraði af stuttu færi á 11. mínútu.
Staðan fyrir leiki kvöldsins:
35 Leiknir R.
33 Víkingur R.
31 Þór
29 ÍR
28 Fjölnir
23 KA
22 ÍA
21 Þróttur R.
19 HK
17 Grótta
12 Fjarðabyggð
11 Njarðvík