Hólmfríður: Ekkert lið kemur hingað og rústar okkur

Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. mbl.is/Kristinn

Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur látið til sín taka í leikjum landsliðsins á árinu og verður í eldlínunni gegn Frökkum á Laugardalsvelllinum í dag klukkan 16.

„Það þýðir lítið að hugsa um þau meiðsli sem hafa verið í gangi hjá leikmönnum. Við verðum bara að einbeita okkur að þessum leik. Ég treysti öllum okkar leikmönnum enda erum við með góðan 22 manna hóp,“ sagði Hólmfríður þegar mbl.is spjallaði við hana á landsliðsæfingu. 

Ísland þarf að vinna með þriggja marka mun til þess að komast í umspil fyrir HM. „Við verðum bara að fara rólega í leikinn. Við höfum haldið hreinu á Laugardalsvellinum mjög lengi og það kemur ekkert lið hingað og rústar okkur. Þær eru samt sem áður mjög góðar og leikurinn verður erfiður. Ég vona bara að það mæti margir á völlinn því okkur veitir ekki af stuðningi,“ benti Hólmfríður á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert