Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla, tilkynnti á blaðamannafundi klukkan 13:15 hverjir munu leika fyrir Íslands hönd í landsleikjunum tveimur gegn Norðmönnum og Dönum í undankeppni EM. Stærstu tíðindin eru þau að markahæsti leikmaður Íslands, Eiður Smári Guðjohnsen, er ekki í hópnum eins og fram kom í Morgunblaðinu í morgun. Ólafur valdi 21 leikmann og mun bæta við leikmanni síðar.
Athygli vekur að sjö leikmenn í hópnum eru á aldri til þess að leika með U-21 árs landsliðinu.
Ástæðu þess að Ólafur valdi 21 leikmann en ekki 22 sagði Ólafur vera að gott væri að eiga eitt sæti til góða ef upp kæmu meiðsli í hópnum.
Ísland leikur á heimavelli gegn Noregi hinn 3. september og heldur í kjölfarið til Danmerkur og leikur við Dani í Kaupmannahöfn 7. september. Þetta eru fyrstu leikir liðsins í undankeppni EM 2012 en lokakeppnin fer fram í Póllandi og Úkraínu.
Markverðir:
Árni Gautur Arason
Gunnleifur Gunnleifsson
Varnarmenn:
Grétar Rafn Steinsson
Indriði Sigurðsson
Kristján Örn Sigurðsson
Bjarni Ólafur Eiríksson
Ragnar Sigurðsson
Sölvi Geir Ottesen
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Miðjumenn:
Brynjar Gunnarsson
Aron Gunnarsson
Ólafur Ingi Skúlason
Rúrík Gíslason
Jóhann Berg Guðmundsson
Matthías Vilhjálmsson
Eggert Gunnþór Jónsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Sóknarmenn:
Heiðar Helguson
Veigar Páll Gunnarsson
Kolbeinn Sigþórsson