„Mál Eiðs eru í biðstöðu eins og er“

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eggert

,,Mál Eiðs Smára eru í biðstöðu eins og er. Hann hefur verið að æfa hér á landi síðustu dagana en fyrr í mánuðinum var hann við æfingar hjá Mónakó. Það er óvíst hvar hann kemur til með að spila á tímabilinu. Það er ekkert að gerast í hans málum eins og er en vonandi fer þetta eitthvað að skýrast á næstu dögum,“ sagði Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, við Morgunblaðið í gær.

Eiður vill komast frá Mónakó en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið, sem hann gekk til liðs við í fyrrasumar frá Barcelona. Hann var í láni hjá Tottenham síðari hluta tímabilsins á síðustu leiktíð og til umræðu hefur verið að hann færi aftur þangað enda var Harry Redknapp, knattspyrnustjóri liðsins, mjög ánægður með frammistöðu Eiðs.

Eins hefur Eiður verið orðaður við Fulham en skammur tími er til stefnu því lokað verður fyrir félagaskipti hinn 1. september, sem er næsta miðvikudag.

Eiður Smári hefur m.a. æft með KR-ingum eins og greint var frá á mbl.is í fyrrakvöld.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert