UEFA bannar Vuvuzelas lúðrana

Vvuvuzela lúðrarnir voru vinæslir á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.
Vvuvuzela lúðrarnir voru vinæslir á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Reuters

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur frá og með deginum í dag, bannað svokallaða „Vuvuzelas“ lúðra á öllum leikvöngum þar sem leikir á vegum UEFA fara fram.  Á þetta bæði við um landsleiki sem og leiki félagsliða í Evrópukeppnum.

UEFA telur að þessir lúðrar eigi ekki við þá knattspyrnumenningu sem er við lýði í Evrópu.  Er þar átt við söngva og hvatningarköll en hætta er á að slíkt láti í minni pokann fyrir þeim hávaða sem þessir lúðrar skapa.

Vuvuzelas lúðrarnir voru mjög áberandi á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku í sumar en gríðarleg hávaðamengun var í gangi þegar þeir voru þeyttir, bæði inn á leikvöngunum og ekki síður í sjónvarpstækjunum heima í stofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert