Víkingur og Leiknir efst í 1. deild

Helgi Sigurðsson fagnar hér marki gegn ÍR í dag á …
Helgi Sigurðsson fagnar hér marki gegn ÍR í dag á Víkingsvelli. mbl.is/Golli

Víkingur og Leiknir úr Reykjavík komust bæði upp yfir Þór frá Akureyri  þegar 20. umferð 1. deildar karla lauk í kvöld.  Leiknir vann HK 1:0 og Víkingur vann ÍR 2:1 svo að bæði lið hafa nú 42 stig á móti fjörtíu stigum Akureyringa.   Í öðrum leikjum vann Þróttur Njarðvík 0:2, Fjölnir vann Fjarðabyggð 2:1 og ÍA vann 6:1 stórsigur á Gróttu.

Skagamenn sáu um að skora mörkin fyrir hlé þegar þeir komust í 4:0 áður en Gróttu tókst að minnka muninn.  Andri Júlíusson skoraði þá tvö, Gary Martin og Hjörtur Hjartarson sitt hvort.

Það dró hinsvegar til tíðinda strax eftir hlé þegar Helgi Sigurðsson kom Víkingum yfir gegn ÍR, Fjölnir komst yfir gegn Fjarðabyggð með sjálfsmarki gestanna, Muamir Sadikovic skoraði fyrir Þrótt gegn Njarðvík og Kjartan Andri Baldvinsson kom Leikni í forystu gegn HK. 

Staðan breyttist því hratt en þá jafnaði Heimir Snær Guðmundsson fyrir ÍR, sem þurfti að taka betur á því þegar varnarmaðurinn Elvar L. Guðjónsson fékk sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt.  Heldur seig á ógæfuhliðina fyrir ÍR því Marteinn Briem kom Víkingum í 2:1 og annar ÍR-ingar var síðan rekinn útaf þegar  Haukur Ólafsson fékk rautt spjald svo að Víkingar voru tveimur fleiri á lokasprettinum.  

15.48: Njarðvík - Þróttur 0:2. Vilhjálmur Pálmason bætti við marki.

15.47: Fjölnir - Fjarðabyggð 2:1.  Sigurjón Egilsson minnkaði muninn.

15.41: Fjölnir - Fjarðarbyggð 2:0.  Pétur Markan bætti við marki.

15.35: Víti varið.  Fjarðabyggð tókst ekki að skora úr víti gegn Fjölni þegar Hrafn Davíðsson varði.

15.32: Rautt spjald. Haukur Ólafsson úr ÍR fékk beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Helga Sigurðssyni, sem nær þó að halda áfram.

15.28: Mark. Víkingur - ÍR 2:1.  Marteinn Briem skorar með skalla eftir þunga sókn.

15.23: Rautt spjald.  ÍR-ingurinn Elvar L. Guðjónsson fékk sitt annað gula spjald þegar seinni hálfleikurinn gegn Víkingum er hálfnaður.

15.21: Mark. ÍA - Grótta 6:1. Andri Júlíusson skorar sitt þriðja mark með skalla af stuttu færi. Gary Martin lagði upp markið. 

15.18: Mark. Víkingur - ÍR 1:1.  Heimir Snær Guðmundsson jafnaði af stuttu færi eftir harða sókn.

15.17 Mark. - ÍA - Grótta 5:1. Ólafur Valur Valdimarsson skoraði fyrir ÍA með stórglæsilegu „skoti“ eða fyrigjöf frá vinstri kantinum. Ólafur skaut af um 30 metra færi úti við hliðarlínu og boltinn sveif í boga yfir Kristján Finnbogason markvörðu Gróttu.

15. 13:  Mark. Leiknir - HK 1:0.

15.12:  Mark.  Njarðvík - Þróttur 0:1.  Víti þegar brotið á Milos Tanasic og Muamir Sadikovic skoraði úr vítinu.

15.11: Mark. Fjölnir - Fjarðabyggð 1:0.  Sjálfsmark gestanna að austan.  

15.10:  Mark. Víkingur - ÍR 1:0. Helgi Sigurðsson skoraði af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Marteins Briem.

14.44: Mark. ÍA - Grótta 4:1.   Seltirningar að minnka muninn.

14.40:  Mark.  ÍA - Grótta 4:0.  Hjörtur Hjartarson skoraði af stuttu færi.

14.31: Mark.  ÍA - Grótta 3:0.  Aftur Andri, sem skoraði nú með skalla.

14.21: Mark. ÍA - Grótta 2:0.  Andri Júlíusson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf.

14.17:  Mark. ÍA - Grótta 1:0.  Gary Martin kom ÍA yfir gegn Gróttu þegar hann vippaði boltanum yfir Kristján Finnbogason í markinu.

14.00 Leikir byrjaðir.  

Leiknir gæti komist upp fyrir Víkinga með sigri í dag.
Leiknir gæti komist upp fyrir Víkinga með sigri í dag. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert