Eyjakonur unnu 3:1 sigur á Þrótti R. í Þorlákshöfn í dag og tryggðu sér þar með sigur í 1. deildinni í knattspyrnu í ár. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í Pepsideildinni að ári fyrir úrslitaleikinn í dag.
Hlíf Hauksdóttir kom ÍBV yfir í dag með marki beint úr hornspyrnu en Ruth Þórðar, fyrrum leikmaður Fylkis, jafnaði metin fyrir Þrótt. Hin suður-afríska Lerato Kgasago sá hins vegar um að tryggja ÍBV sigur með tveimur mörkum. Það fyrra kom upp úr óbeinni aukaspyrnu af löngu færi en hið seinna úr vítaspyrnu.
Í undanúrslitum 1. deildarinnar vann Þróttur sigur á Selfossi en ÍBV vann Keflavík.