Íslendingar taka á móti Skotum 7. október

Arnór Smárason leikmaður U21 árs landsliðsins.
Arnór Smárason leikmaður U21 árs landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikdagarnir hafa verið ákveðnir í umspili Íslendinga og Skota í undankeppni Evrópumóts U21 ára landsliða í knattspyrnu. Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 7. október og síðari leikurinn verður á Easter Road, heimavelli Hibernian, í Edinborg mánudaginn 11. október.

A-landsliðið tekur á móti Portúgölum í undankeppni EM þann 12. október svo nú er spurning hversu marga leikmenn Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 ára liðsins fær að taka úr A-landsliðinu til að taka þátt í fyrri leiknum en margir leikmenn sem eru gjaldgengir með U21 ára liðinu eru farnir að spila stór hlutverk með A-liðinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert