Stýrir Mourinho Portúgölum gegn Íslendingum?

José Mourinho.
José Mourinho. Reuters

Svo getur farið að José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, stýri portúgalska landsliðinu í knattspyrnu í leiknum gegn Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum þann 12. október.

Carlos Queiroz var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfara Portúgals í síðustu viku og að því er fram kemur í portúgalska blaðinu La Rcord í dag þá er forseti portúgalska knattspyrnusambandsins farinn til Madrid þar sem hann hyggst ræða við Mourinho með það fyrir augum að fá hann til að stjórna landsliðinu í leikjunum á móti Dönum og Íslendingum í október.

Portúgalar hafa farið illa af stað í undankeppninni. Þeir gerðu 4:4 jafntefli í fyrsta leiknum á móti Kýpurbúum á heimavelli og töpuðu síðan, 1:0, fyrir Norðmönnum í Osló í síðustu viku. Í kjölfari var Queiroz látinn taka poka sinn.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert