Þór Akureyri tryggði sér í dag sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð eftir stórsigur á Fjarðabyggð, 9:1, á Þórsvelli á Akureyri. Leiknir R, sem var í öðru sæti fyrir leiki dagsins, tapaði fyrir Fjölni og situr eftir með sárt ennið í deildinni. Fjarðabyggð féll í 2. deild en Grótta bjargaði sér en liðið gerði jafntefli, 1:1, við Njarðvík.
Knútur Jónsson jafnaði metin fyrir Gróttu á síðustu mínútu leiksins. Grótta hefði haldið sæti sínu í deildinni þrátt fyrir tap þar sem markatala liðsins var orðinn betri en Fjarðabyggðar eftir stórtap liðsins fyrir Þór. Njarðvík var fyrir nokkru fallið úr deildinni.
Víkingur innsiglaði sigur sinn í deildinni með því að leggja HK, 3:1.
Pétur Georg Markan gerði út um allar vonir Leiknismanna á að fylgja Víkingum eftir upp í Pepsi-deildina. Hann skoraði þrennu í leiknum en Leiknismenn náði aðeins að skora eitt mark. Þeir sitja því eftir í deildinni. Leiknir fékk 43 stig eins og Þór en markatala liðsins er mun lakari en Þórsara svo munar 17 mörkum.
Fylgst var með leikjum dagsins á mbl.is.
Leikir dagsins eru:
Leiknir R. - Fjölnir 1:3 - leik lokið.
Helgi Pétur Jóhannsson 44. - Pétur Georg Markan 5., 44., 49. Rautt spjald: Gunnar Valur Gunnarsson,(Fjölni) 73., Brynjar Óli Guðmundsson (Leikni) 83.
Þór - Fjarðabyggð 9:1 - leik er lokið.
Ármann Pétur Ævarsson 6., 21., 67., Aleksandar Linta, víti, 9., Nenad Zivanovic 32., Jóhann Helgi Hannesson 39., Ottó Hólm Reynisson 64., Þorsteinn Ingason 71. - Aron Már Smárason, víti, 50. Rautt spjald: Daníel Þór Guðmundsson (Fjarðabyggð 9.), Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð) 80.
Víkingur - HK 3:1 - leik lokið.
Þorvaldur Sveinn Sveinsson 48., 67., Viktor Örn Guðmundsson, víti, 77. - Birgir Magnússon 42.
Njarðvík - Grótta 1:1 - leik lokið.
Andri Fannar Freysson 45.- Knútur Jónsson 90.
Þróttur - ÍR 1:1- leik lokið.
Mouamer Sadukovic 89., víti. - Tómas Agnarsson 54.
ÍA - KA 5:1- leik lokið.
Guðmundur Guðjónsson 34., Guðjón Heiðar Sveinsson 37., Gary Martin 47., 76., 90. - Janez Vrenko 41.
15:43 Rautt spjald! Brynjar Óli Guðmundsson, leikmaður Leiknis, brýtur illa af sér og fær umsvifalaust rautt spjald hjá Jóhannesi Valgeirssyni dómara. Sjö mínútur eftir af leiknum.
15:41 Rautt spjald ! Fjarðabyggð missar annan leikmann af velli með rautt spjald. Að þessu sinni var Andri Þór Magnússon. Tíu mínútur eftir af leiknum.
15:36. MARK Viktor Örn Guðmundsson skorar úr vítaspyrnu fyrir Víking á 77. mínútu. Staðan 3:1 fyrir Víking.
15:32.MARK! Ottó Hólm Reynisson skorar níunda mark Þórsara, staðan er 9:1 og 76 mínútur liðnar af leiknum.
15:31 Rautt spjald! Gunnar Valur Gunnarsson, varnarmaður Fjölnis, fær rautt spjald fyrir brot á Ólafi Hrannari Kristjánssyni rétt utan vítateigs Fjölnis. Það eru 17 mínútur eftir og Fjölnir er yfir gegn Leikni, 3:1.
15.28 MARK! Enn sígur á ógæfuhliðina hjá liði Fjarðabyggðar. Þorsteinn Ingason, fyrirliði, var að bæta við áttunda marki Þórs. Nú bendir flest til að Fjarðabyggð falli á markatölu. Staðan er 8:1 fyrir Þór.
15:27 MARK. Víkingar bæta við öðru marki sínu og það nánast endurtekning á fyrsta markinu. Viktor Örn Guðmundsson tók hornspyrnu og hægri bakvörður liðsins, Þorvaldur Sveinn Sveinsson, kom boltanum í markið eftir hornspyrnuna. Staðan 2:1, fyrir Víking.
15:25 MARK! Mörkunum heflur áfram að rigna í blíðunni á Þórsvelli á Akureyri. Ármann Pétur Ævarsson fullkomnaði þrennu sína í leiknum þegar hann þrumaði boltanum rétt utan teigs og þandi út netmöskvana á marki Fjarðabyggðar.
15:22 MARK! Ottó Hólm Reynisson skorar sjötta mark Þórs. Hann skallaði boltann í mark Fjarðabyggðar eftir fyrirgjöf.
15:05 MARK! Fjarðabyggð fær vítaspyrnu eftir að boltinn hrökk í hönd eins leikmanns Þórs. Aron Már Smárason skorar af öryggi úr vítaspyrnunni. Staðan er 5:1.
15:04 MARK! Heldur sígur á ógæfuhliðina hjá Leiknismönnum. Pétur Georg Markan var að skora þriðja mark Fjölnis. Staðan 3:1.
15:03 MARK! Víkingar jafna metin gegn HK,1:1. Þovaldur Sveinn Sveinsson skorar úr vítateignum eftir hornspyrnu Viktors Arnar Guðmundssonar.
14:44 MARK! Adam var ekki lengi í Paradís hjá Leiknismönnum. Strax eftir að þeir höfðu jafnað metin hófu Fjölnismenn leikinn á miðju og með snarpri sókn kemur Pétur Georg Markan þeim yfir á nýjan leik.
14:44 MARK! Helgi Pétur Jóhannsson jafnar metin fyrir Leiknismenn á heimavelli við mikinn fögnuð heimamanna.
14:42 MARK! Gegn gangi leiksins í Víkinni komast leikmenn HK yfir eftir snarpa sókn. Axel Birgisson komst upp að endamörkum og sendi boltann fyrir þar sem Birgir Magnússon kom á ferðinni og spyrnti knettinum rakleitt í mark Víking. Axel og Birgir eru báðir úr 2. flokki HK sem stillir upp sínu yngsta liði í meistaraflokki karla frá upphafi. Aldursforseti liðsins er Ögmundur Ólafsson markvörður, 25 ára.
14:38 MARK! Þórsarar sýna leikmönnum Fjarðabyggðar enga miskunn. Jóhann Helgi Hannesson skorar þegar hann skalla boltann í markið eftir sendingu frá Gísla Páli Helgasyni eftir skyndisókn.
14:32 MARK! Enn bæta Þórsarar við mörkum gegn tíu leikmönnum Fjarðabyggðar. Að þessu sinni skoraði Nenad Zivanovic fjórða mark liðsins eftir sendingu frá Jóhanni Helga Hannessyni, en þeir höfðu spilað sig í gegnum vörn Fjarðabyggðar og Jóhann leikið á markvörðinn áður en hann rendi boltanum á Zivanovic.
14:24 Víkingar hafa sótt nær látlaust frá byrjun leiks við HK í Víkinni en ekki náð að skora ennþá. Viktor Örn Guðmundsson átt rétt áðan skalla í stöng HK marksins og af stönginni fór boltinn framhjá.
14:21 MARK! Ármann Pétur Ævarsson skorar þriðja mark Þórs. Hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn Fjarðabyggðar frá Nenad Zivanovic og hamraði boltann í mark Fjarðabyggðar utarlega út vítateignum.
14:10. RAUTT SPJALD og MARK! Daníel Þór Guðmundsson, leikmaður Fjarðabyggðar er rekinn af leikvelli fyrir brot á sóknarmanni Þórs sem kominn var einn inn fyrir vörnina. Kristinn Jakobsson dómari var ekki í vafa og dæmdi vítaspyrnu að auki. Aleksandar Linta skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Það blæs sannarlega ekki byrlega fyrir leikmönnum Fjarðabyggðar sem eiga á hættu að falla úr deildinni tapi þeir leiknum.
14:06 MARK! Ármann Pétur Ævarsson skorar fyrsta mark Þórs í veðurblíðunni á Þórsvelli á Akureyri. Ármann skallaði knöttinn í mark Fjarðabyggðar eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar.
14:05 MARK! á Leiknisvelli. Pétur Georg Markan kemur Fjölni yfir með góð skoti eftir vandræðagang í vörn Leiknismanna.