Annar stórsigur hjá U17 ára liðinu

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði þrennu fyrir íslenska U17 ára liðið …
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði þrennu fyrir íslenska U17 ára liðið í dag. mbl.is

U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu burstaði Búlgaríu, 10:0, í öðrum leik sínum í undankeppni EM í Búlgaríu í dag en í fyrradag lögðu íslensku stúlkurnar lið Litháen, 14:0.

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði þrennu, Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Hildur Antonsdóttir gerðu 2 mörk hver og þær Thelma Þrastardóttir, Eva Núra Abrahamsdóttir og Lára Einarsdóttir gerðu eitt mark hver.

Í hinum leik riðilsins bar Ítalía sigurorð af Litháen, 7:0, og mætast Ísland og Ítalía í úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á föstudaginn.

Efsta liðið kemst í millriðil keppninnar, ásamt því að fimm lið með bestan árangur í öðru sæti fara áfram. Þessir tveir stórsigrar ættu því að hafa farið langt með að tryggja íslenska liðinu áframhald í keppninni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert