Íslenska landsliðið í innanhússknattspyrnu, futsal, þreytir frumraun sína í undanriðli Evrópumótsins sem verður leikinn hér á landi dagana 20.-24. janúar í vetur. Dregið var í riðla nú í hádeginu.
Ísland verður í riðli með Grikklandi, Lettlandi og Armeníu en sigurliðið í riðlinum kemst áfram í næstu umferð og í sjálfa undankeppnina. Þar verður leikið í Slóveníu og leikið gegn Slóveníu, Bosníu og Ítalíu um að komast í sjálfa úrslitakeppnina.
Íslenskt landslið hefur aldrei verið valið í innanhússknattspyrnu og Ísland var því að vonum í tíunda og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag en 42 Evrópuþjóðir taka þátt í mótinu.