Knattspyrnusamband Íslands hefur sett fram þá kröfu að forráðamenn Víkings úr Ólafsvík komi upp áhorfendastúku fyrir 300 áhorfendur fyrir næstu leiktíð. Víkingar sigruðu með yfirburðum í 2. deild karla og leika í næst efstu deild á ný eftir eins árs fjarveru. Víkingur fékk undanþágu keppnistímabilið 2009 þegar liðið lék í 1. deild en samkvæmt frétt Skessuhorns þá eru minni líkur á því að KSÍ veiti slíka undanþágu fyrir næstu leiktíð.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir í viðtalinu að hann sé ósáttur við KSÍ en kostnaður við byggingu stúku er áætlaður 30 milljónir kr.
Frétt Skessuhorns í heild sinni.