Finnst þetta vera röng ákvörðun

Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er mjög ósáttur við þessa ákvörðun og finnst hún vera röng. Það hefur alltaf verið þannig hjá Knattspyrnusambandinu að A-landsliðið hefur gengur fyrir en það breyttist núna.

Eins og landsliðið var skipað í síðustu tveimur landsleikjum var stór hluti af leikmönnum U21 árs landsliðsins í þeim hópi en það er ljóst að þeir verða það ekki í leiknum á móti Portúgal sem er mjög slæmt,“ sagði Ólafur Jóhannsson, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Í fjögurra síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er rætt við Ólaf og fjallað um valið á 21-árs landsliðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert