Cristiano Ronaldo úr Real Madrid og Nani, leikmaður Manchester United, eru meðal þeirra leikmanna sem Paolo Bento landsliðsþjálfari Portúgala hefur valið í landsliðshóp sinn sem mætir Dönum og Íslendingum í undankeppni EM þann 8. og 12. þessa mánaðar.
Portúgalar hafa eitt stig eftir tvo leiki í undankeppninni. Þeir gerðu 4:4 jafntefli gegn Kýpurbúum á heimavelli en töpuðu fyrir Norðmönnum, 1:0, í Osló. Portúgalar léku án Cristiano Ronaldo í þessum leikjum þar sem hann var meiddur en hann hefur nú jafnað sig af meiðslunum.
Paolo Bento landsliðsþjálfari sem nýlega tók við þjálfarastarfinu af Carlos Queiros tilkynnti hóp sinn í hádeginu og greindi frá því að Ronaldo yrði fyrirliði liðsins.
Leikmannahópurinn er þannig skipaður:
Markverðir: Eduardo (Genoa), Beto (Porto), Rui Patrício (Sporting).
Vararmenn: Bruno Alves (Zenit Petersburg), Fábio Coentrão (Benfica), João Pereira (Sporting), Ricardo Carvalho (Real Madrid), Rolando (Porto), Sílvio (Braga).
Miðjumenn: Carlos Martins (Benfica), João Moutinho (Porto), Pepe (Real Madrid), Miguel Veloso (Genoa), Paulo Machado (Toulouse), Raul Meireles (Liverpool), Tiago (Atletico Madrid).
Sóknarmenn: Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Danny (Zenit), Hélder Postiga (Sporting), Hugo Almeida (Werder Bremen), Liedson (Sporting), Nani (Manchester United), Varela (Porto).