Veigar Páll með mark og stoðsendingu

Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði laglegt mark fyrir Stabæk gegn Aalesund í dag þegar það vann 2:1 sigur í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Veigar skoraði markið á 12. mínútu en hann náði þá góðu þríhyrningsspili við félaga sinn og lék svo lipurlega í gegnum vörn Aalesund áður en hann skoraði úr frekar þröngu færi. Hann lagði svo upp seinna markið með sendingu út í teiginn.

Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson voru einnig í liði Stabæk í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert