Ísland með eins marks forskot til Edinborgar

Nokkrir þeirra 7.255 áhorfenda sem voru á vellinum í kvöld.
Nokkrir þeirra 7.255 áhorfenda sem voru á vellinum í kvöld. Morgunblaðið/Ómar

Íslenska U21-landslið karla í knattspyrnu vann í kvöld 2:1 sigur á því skoska í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson og Almarr Ormarsson skoruðu mörk Íslands sem lenti undir í leiknum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Ísland fer því með eins marks forskot til Edinborgar þar sem liðin mætast að nýju á mánudagskvöld.

Lið Íslands: Arnar Darri Pétursson - Skúli Jón Friðgeirsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Bjarni Þór Viðarsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson.
Varamenn: Þórður Ingason, Almarr Ormarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Guðmundur Kristjánsson, Alfreð Finnbogason, Kristinn Jónsson, Guðlaugur Victor Pálsson.

Lið Skotlands: Alan Martin - Paul Caddis, Daniel Wilson, Paul Hanlon, Thomas Scobbie - Chris Maguire, Scott Arfield, Stephen McGinn, Barry Bannan - David Wotherspoon, Jamie Murphy.
Varamenn: Scott Gallacher, Ross Perry, Jason Marr, David Goodwillie, Leigh Griffiths, David Templeton, Andrew Shinnie.
Kolbeinn Sigþórsson spyrnir að marki í leiknum í kvöld.
Kolbeinn Sigþórsson spyrnir að marki í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar
Ísland U21 2:1 Skotland U21 opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er að lágmarki tvær mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert