Nani og Ronaldo afgreiddu Dani (myndband)

Nani fagnar öðru marki sínu í kvöld. Pepe fylgist með.
Nani fagnar öðru marki sínu í kvöld. Pepe fylgist með. Reuters

Portúgalar koma til Íslands á sunnudagskvöldið með gott veganesti en þeir báru í kvöld sigurorð af Dönum, 3:1, í undankeppni Evrópumótsins en leikið var í Portúgal.

Mörkin úr leiknum, smellið HÉR

Nani, leikmaður Manchester United, kom Portúgölum í 2:0 í fyrri hálfleik.Fyrra markið skoraði hann eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo og það síðara eftir að hafa fengið boltann frá Christian Poulsen.

Ricardo Carvahlo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 79. mínútu en Ronaldo innsiglaði sigur Portúgala sex mínútum síðar eftir undirbúning frá Nani.

Portúgalar komust með sigrinum upp í annað sætið í riðlinum. Norðmenn hafa 9 stig í efsta sæti, Portúgalar 4, Danir 3, Kýpurbúar 1 en Íslendingar reka lestina með ekkert stig. 

Íslendingar taka á móti Portúgölum á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn en löngu uppselt er á leikinn.

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja fögnuðu 3:1 sigri gegn Litháum í I-riðlinum þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fernando Llorente skoraði tvö marka spænska liðsins og David litli Silva eitt.


Cristiano Ronaldo og Christian Poulsen í baráttunni í Portúgal í …
Cristiano Ronaldo og Christian Poulsen í baráttunni í Portúgal í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert