Heimir kortlagði Portúgala

Ólafur Jóhannesson ræðir við leikmenn landsliðsins á æfingu á KR-vellinum …
Ólafur Jóhannesson ræðir við leikmenn landsliðsins á æfingu á KR-vellinum í gær. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var með útsendara á viðureign Portúgals og Dana annars vegar og Kýpurbúa og Norðmanna hins vegar en þjóðirnar áttust við í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í
gærkvöld.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var á meðal áhorfenda á leik Portúgala og Dana þar sem hann kortlagði portúgalska liðið en Íslendingar etja kappi við Portúgala á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn. Heimir sá Portúgala leggja Dani, 3:1, þar sem Nani skoraði tvívegis og Cristiano Ronaldo eitt.


Njáll Eiðsson, góðvinur Ólafs til margra ára og margreyndur leikmaður og þjálfari, var á Kýpur og sá viðureign heimamanna og Norðmanna en næsti leikur Íslands eftir leikinn við Portúgal verður á útivelli gegn Kýpur í mars á næsta ári. Norðmenn hrósuðu 2:1 sigri og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjár umferðir.
gummih@mbl.is


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka