Eyjólfur: Er gríðarlega stoltur

Eyjólfur Sverrisson.
Eyjólfur Sverrisson. Ómar Óskarsson

,,Þetta er búin að vera mikil vinna að ná þessu takmarki. Liðið hefur spilað frábæra keppni og verðskuldar að mínu mati að vera komið á þann stað sem það er komið á," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 ára landsliðsins við mbl.is eftir sigurinn á Skotum í kvöld en með honum tryggðu Íslendingar sér farseðilinn á EM.

„Leikurinn reyndist okkur ansi erfiður og það má segja að við höfum verið heppnir að lifa fyrri hálfleikinn af án þess að vera undir. Við byrjuðum illa. Það var einhver taugaveiklun til staðar og við vorum of langt frá mönnum. Skotarnir drógu kantmennina inn og voru oftast manni fleiri á miðjunni og við lendum í miklum eltingaleik við þá.

Við fórum vel yfir stöðuna í hálfleiknum og mér fannst þetta ganga betur hjá okkur í seinni hálfleik. Ég er gríðarlega stoltur af liðinu og það er algjör snilld að við séum búnir að tryggja okkur inn á stórmót,“ sagði Eyjólfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert