Ísland á EM eftir annan sigur á Skotum

Íslensku landsliðsmennirnir fagna sigrinum í Edinborg.
Íslensku landsliðsmennirnir fagna sigrinum í Edinborg. mbl.is/SNS Group

Skotland og Ísland áttust við í síðari leiknum í umspili um laust sæti í úrslitakepnpi EM í kvöld. Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með öðrum 2:1 sigri á Skotum. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin á glæsilegan hátt í síðari hálfleik. Úrslitakeppnin verður haldin í Danmörku í júní á næsta ári. Leikurinn hófst kl. 18.45 á Easter Road leikvellinum í Edinborg og var fylgst með gangi mála á mbl.is.

Byrjunarlið Íslands: 

Arnar Darri Pétursson - Andrés Már Jóhannesson, Eggert Gunnþór Jónsson, Elfar Freyr Helgason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Aron Gunnarsson, Bjarni Þór Viðarsson, Gylfi Þór Sigurðsson - Rúrik Gíslason, Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson. 

Varamenn: Óskar Pétursson - Almarr Ormarsson, Birkir Bjarnason, Guðmundur Kristjánsson, Alfreð Finnbogason, Kristinn Steindórsson, Guðlaugur Victor Pálsson.

Rúrik Gíslason í baráttunni gegn Barry Bannan í leiknum í …
Rúrik Gíslason í baráttunni gegn Barry Bannan í leiknum í kvöld. mbl.is/SNS Group Craig Watson
Íslendingar fagna marki í fyrri leiknum gegn Skotum.
Íslendingar fagna marki í fyrri leiknum gegn Skotum. mbl.is/Ómar
Gylfi Þór Sigurðsson afgreiddi Skotana í kvöld með tveimur glæsilegum …
Gylfi Þór Sigurðsson afgreiddi Skotana í kvöld með tveimur glæsilegum mörkum. mbl.is/Ómar Óskarsson
Skotland U21 1:2 Ísland U21 opna loka
90. mín. Eggert Gunnþór Jónsson (Ísland U21) fær gult spjald Fyrir brot rétt utan vítateigs.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert